Jörð - 01.12.1944, Blaðsíða 24
þar vel og skilja hlutverk þeirrar kynslóðar, sem nú á
vandanum að verjast, en þjóðleg menning þeirra og við-
nám á uppruna sinn í sveitunum, þótt sú menning sé
slungin erlendum þáttum, sem orðið liafa íslenzkir, en
svo fer jafnan um aðflutt áhrif, eigi gifla að fylgja.
Á sveitirnar sækir sú nauð, að ungt fólk hverfur þaðan
til kaupstaðanna, þar sem vindar annarlegra áhrifa hera
það til glaumkenndra og framandi ævintýra. Eftir er sveit-
in fámenn og hnípin og þarfnast vaskra vinnuhanda, til
þess að viðhalda gróðri moldarinnar og vekja nýjan.
Einskis má láta ófreistað til þess að þeim harmleik ís-
lenzkra hyggða létti. Ef til vill hiður lausn þessa vanda-
máls að eiiihverju leyti í breyttum búnaðarháttum, þar
sem tækni nútimans verður að fullu tekin í þjónustu land-
búnaðarins, en óefað einnig í breyttum menningarformum.
Öll íslenzk þjóðleg menning á rætur í sveitum landsins
— á heimilum sveitanna. En menn mega ekki vera of
fastheldnir á gömul form, ekki láta gamla dýrið villa sér
sýn. Mörgum hættir lil ennþá að heimta og telja nóga þá
mennlun, sem heimilin geta í té látið — vilja ekki fyrir
nokkurn mun sleppa þeim gömlu formum, að heimilin
veiti þá fræðslu og þá menningu, sem uppvaxandi ungling-
um getur talizt nægileg. En menn mega ekki glevma því,
að heimilin eru ekki söm og áður fyrr. Þau standa þrátt
fyrir allt verr að vígi en áður að inna þetta hlutverk af
hendi, meðal annars vegna fólksfæðar, en einnig vegna þess
að alþjóðlegur tæknilærdómur, sem lieimilin megna ekki
enn áð veita, er heimtaður af nútima kynslóðinni. íslenzk
menning má aldrei villast frá þeim þjóðlega kjarna, sem
heimilismenningin ól. Ilann verður að vera aðal hennar,
en við getum auðveldlega skipt um form, án þess að villzt
sé frá réttum uppruna, og það getur hlátt áfram verið
nauðsynlegt. Eigi unga fólkið í sveitunum að inna skyldu
sina af hendi gagnvart heimkynnum sínum og vera ljós
sú köllun, sem hvílir á þvi, verður að veita því þau menn-
ingarskilyrði og lífsþægindi, sem hægt er að meta nokk-
uð til jafns við sams konar skilyrði i kaupstöðunum.
222
JÖRU