Jörð - 01.12.1944, Qupperneq 65
eru til yfir sömu hugtök, nær ætíð styttri, fegurri, Ijósari
og gleggri. Hér eru blaðamenn mjög sekir, enda nokkur
vorkunn, þó að þeir riti óvandaðra mál en aðrir, vegna
hraðans á útgáfu dagblaða. En gott mál mundu þeir allir
rita, ef þeim væri sú viðleitni á tungu lögð, sem fæst með
því að þjálfa hugsun sína á lestri íslenzkra gullaldar-
rita, yngri og eldri, í stað misjafnra erlendra hóka. Góð-
ur höfundur hugsar á ljósu máli, er jafn fjarlægur smekk-
levsum og fundvís á eigin málgalla, sem tónsnillingur á
falska tóna eða gott ljóðskáld á hortitti og rímgalla.
Ég vil aðeins drepa á eitt einstakt dæmi um þessi af-
káralegu nýyrði blaðanna, sem særa „eyru“ mín í livert
sinn, er póstur kemur. Ég held, að varla komi svo póstur,
að ekki sé margendurtekið orðið „sumpart“ og ætíð tví-
tekið í sömu setningu. Dæmi um þetta: „Gömlu vegg-
irnir voru bjrggðir sumpart úr torfi, og sumpart úr
grjóti.“ „Fólkið streymir úr sveitum, sumpart í atvinnu-
leit og sumpart í skólana.“ — Gömlu veggirnir voru hlaðn-
ir úr torfi og grjóti. Unga fólkið streymir úr sveitunum
í atvinnuleit og í skólana. Allsstaðar er þessi langa og
leiða samtenging óþörf að öllu. Þannig er fjöldi óþarfra
orða stöðugt að vinna land og rýma hrott glöggu og Ijósu
máli. Að vísu mun blaðamálið einna verst — en blaða-
menn hafa sem sagt miklu frekar afsökun en aðrir, vegna
hraðans, sem af þeim er heimtaður. Ýinsir fræðimenn rita
svo tyrfið mál, að almenningur hefur litla nenningu að
lesa, og tefur það mjög útbreiðslu gagnlegs fróðleiks. Hafa
þeir þar enga afsökun. Það er eins og sumir þeirra skamm-
ist sín fyrir að rita „alþýðlega“. En ef þeir gera það ekki,
fara þeir illa með tunguna. Allur góður slill í riti og ræðu
er skemmtilegur og auðveldur aflestrar, „alþýðlegur“. Ég
býst við, að allir viðurkenni, að Sigurður Nordal sé ekki
minnstur spámanna í íslenzkum fræðum. Þó er svo, að all-
ar lians vísindagreinar verða auðlesnari en annarra vegna
þess, að hann kann betri tök á málinu og vandar betur.
Ég held, að lögfræðingar séu einna t}rrfnastir og þvæln-
aslir í máli, allra fræðimanna. Minnist ég þess, að marg-
jörd 263