Jörð - 01.12.1944, Síða 84
dregið kjark úr jafnvel hinum mestu þrekmonnum, því
að þá likist fjáröflunin ekki öðru fremur en þvi, þegar
reynt var að fvlla hið leka kerald, sem átti „hotninn suður
í Borgarfirði.“
En þenna sigur verður engu að siður að vinna. Og til
þess að vinna hann er ekki öðrum kröftum til að dreifa
en framleiðendum þjóðarinnar. Eins og nú standa sakir,
virðist að eins um tvo vegi að ræða: aukna og hætta fram-
leiðslu, eða efnahagslega þjóðarglötun innan skamms tíma.
Sem sagt er ])að mjög þýðingarmikið atriði i þessu efni,
að vel sé faxúð með fé þjóðarinnar, og vonandi lærist þeim
mönnum það, sem til þess eru settir, áður en um seinan
er orðið. En sú hlið málsins verður ekki frekar gerð að
umtalsefni liér. Undirstaða allra þessara mála er fram-
leiðslan sjálf og framleiðendastéttin.
Ég segi „l'ramleiðendastéttin.“ Ég á liér tal við fram-
leiðendur þessa lands, hændurna, bústólpann að fornu og
nýju. En vér, bændur, nieguin ekki gleyma, að nú hefur
um hríð starfað að vissu leyti ný og afkastameiri fram-
leiðsla — sú, er sækir verðmætin í hafsins djúp, útgerðar-
menn og sjómenn. Ekki er því að neita, að útgerðin hefur
dregið nokkurn v'innukraft frá landhúnaðinum og hefur
af þeim sökuin gætl nokkurrar andúðar meðal bænda í
garð útgerðar- og sjómanna. Þetla er skiljanlegt og að vísu
nokkurt vorkunnarmál. En hættulegra er hitt, að sú skoð-
un er tekin að teygja upp kollinn til sveita, að hér sé um
tvo andstæða mannflokka að ræða. Það er rangt og skað-
legl, að óvild þróist og festist milli þessara tveggja teg-
unda framleiðenda, enda sprottið af þröngsýni og skorti
þess, að málið sé krufið til mergjar. Með nokkru víðsýni
og| því að leggjast til hotns í málinu ætti öllum að vera það
Ijóst, að hér er aðeins um tvo þætti eins og hins sama að
ræða: framleiðslu þjóðarinnar. Hér er, þjóðfélagslega
skoðað, sameiginlegt takmark, tvær siður á sama blaði.
Allir framleiðendur eru, þjóðfélagslega skoðað, sam-
vinnendur og ég vil segja, að sú samvinna sé þýðingar-
mesta samvinna þessa lands. Hagsmunirnir eru í raun og
282 jör£>