Jörð - 01.12.1944, Síða 97
Comptoir des Railes. Það verður ekki sagt, að- Comité de
Forge „sameini“ þessi félög í venjulegum skilningi þess
orðs, en þrátt fvrir það er það í raun og veru voldugasta
járn- og stálfirma Frakklands. Einfaldast væri ef til vill
að kalla það blátt áfram vinnuveitendafélag franska stál-
iðnaðarins. Það selur ekki, og það framleiðir ekki — verk-
svið þess er háleitara og fínna en svo. Það hefur með
höndum liina æðri pólitík stáliðnarins. Stjórnmálakrókar
og áróður eru hlutverk þess. Það hefur meðlimi, sem
greiða gjöld í aðalsjóðinn í hlutfalli við framleiðslu sina,
og það er samsett af 250 félögum, námum og bræðslu-
stöðvum. I orði kveðnu var fjármagn þeirra félaga, er stóðu
í Comité de Forge, 7500 milljónir franka, en til eru áætl-
anir, sem gera ráð fvrir, að 40.000 milljónir sé nær sanni.
Æðsli emhættismaður Comité, eða forsetinn, er maður, sem
kemur við sögu hér á eftir. llann hefur vald sitt ekki að-
eins vegna forsetatigriar sinnar í Comité, heldur einnig
sem námu- og verksmiðjueig'andi i stóru hroti, og undir
honum stendur framkvæmdastjórn i 0 fylkisnefndum.
Meðalárs framleiðsla félaganna í Comité de Forge var um
10 milljónir tonna af hrájárni — !)% milljón af stáli.
Hluthafarnir eru allt frá ómerkilegum smáfélögum upp
i hluthafa nr. 1 — Sehneider & Creusot. Þannig eru það
hinir smáu með hinum stóru í einingu andans og handi
friðarins, sem skapa dýrð og veldi Comité de Forge. Fyrr-
verandi forseti Millerand hefur verið opinher verjandi
þeirra, Doumergue og Lehrun fyrrverandi forselar Frakk-
lands, og síðasl en ekki sizt André Tardieu, hinn mikli
foringi hægrimanna, hafa allir verið forstjórar einhverra
undirfélaganna.
Comité er stjórnað af nefnd helzlu forstjóranna, en uppi
á þessari nefnd situr svo skýjum hulinn, eins og Seifur á
tindi Olymps, Francois de Wendel.
Francois de Wendel er borinn til tignar sinnar og valds.
Forfeður hans hafa vopnað Evrópu síðan fvrir daga frönsku
byltingarinnar, og þó hafa de Wendels ekki alltaf verið
franskir — hafa ekki einu sinni alltaf heitið de WendeL