Jörð - 01.12.1944, Síða 103
féll í gjalddaga, var fyrirsjáanlegt, að Ungverjaland mundi
ekki geta staðið í skilum. Því varð auðveldlega bjargað við,
með því að úlvega því lán hjá frönsku stjórninni. Það gekk
líka viðstöðulaust. Frakkar lánuðu Ungverjum nákvæm-
lega þá upphæð, sem þeir þurftu til þess að gera upp við
Schneider & Creusot.
Við heyrum rödd hrópandans í eyðimörkinni í ræðum
þeim, sem Poul Faure, þingmaður Creusothéraðsins, liélt
í franska þinginu 1931 og' 1932. Hann spurði um ungversku
lánin, hann spurði um hvers vegna þessi lán væru veitt,
og hann rakti slóðina upp að Schneider & Creusot. Og
hann fór lengra: Ilann taldi upp dæmin fyrir því, að allt
frá aldamótum og fram til þess tíma hefði Frakkland lán-
að Mexico, Grikklandi, Japan, Rússlandi, Spáni, Italíu,
Rúmeníu, Serbíu, Búlgaríu og Tyrklandi, og livert einasta
af þessum löndum hefði gert pöntun hjá Schneider & Creu-
sot strax eftir að lánið var fengið. Og Poul Faure var svo
hæverskur að taka ekki sterkara en svo til orða um þetta,
að það væri „mjög grunsamlegt.“
Næsla ár var hann ekki endui'kosinn í Creusot. Það var
þægilegra fyrir Sclmeider & Creusot að fella hann heima
i héraðinu, heldur en hlusta á hann í franska þinginu.
Það væri hrópleg svnd og smán að láta það í veðri vaka,
að fasistarnir og byssusmiðirnir liafi dregið mannfólkið
á asnaeyrunum út á blóðvöllinn, alveg hjálparlaust. Ég vil
því vitna örlítið í grein eftir hinn heimsfræga þýzka rit-
höfund Tliomas Mann, sem birtist í tímaritinu Allantic
Monthly í maí siðastl. — Þar segir: Lýðræðisríkin sem
árið 1918 höfðu ótakmarkað vald lil þess að koma í veg
fyrir þá ógæfu, sem lieimurinn hefur nú ratað í, brugðust
algerlega. Friðun heimsins með umbótum og fullnægingu
á réttlætiskröfum mannkynsins, þeim sem nú er mest um
rætt, liefði verið bægt að koma á þá. Þetta hefði komið
í veg fyrir einræðið og heimspeki hatursins. En Fasisminn
. .. .er ekki neitt sérkenni Þýzkalands. Það var sjúkdómur
tíðarandans og fannst i öllum löndum. Og alclrei mundu
fasistastjórnir Ítalíu og Þýzkalands, með öllu þeirra of-
JÖRÐ ' 301