Syrpa - 01.04.1917, Qupperneq 19

Syrpa - 01.04.1917, Qupperneq 19
SYRPA, 1. HEFTI 1917. 17 rr í hinum þröngu húsakynnum þeirra"’. Eftir ferðina til Reykholts og Surtshellis fór frúin til Sk&lholts og Geysis. Segir hún frá þeirri ferð með sömu nákvæmni og þeim fyrri, og gleymir ekki að geta þess, livað húsakynni hafi verið ill og léleg, þar sem hún gisti, og hvað óþrifn- aðurinn hafi verið á háu stigi. Ger- ir hún sem mest úr öllum óþægind- um, sýnilega í þeim tilgangi, að láta lesendunum finnast sem mest til um þrautirnar á ferðalaginu og hugprýði sína. Geysi lýsir hún á þessa leið : “Loksins, eftir að eg hafði beðið meira en heilan dag við Geysi, fékk eg að sjá gos, sem eg hafði svo lengi þráð að sjá, Það var um morguninn klukkan hálf tíu þann 29. júní. Bóndinn frft næsta bæ við hverinn var hjá mér, þegar fyrstu drunurnar heyrðust, sem gáfu til kynna að gos væri í nánd, Við flýttum okkur að hvernum. Vatnið sauð og ólgaöi, en rann út úr honum. Eg hélt að eg myndi etm þá verða fyrir vonbrigðum. En rétt þegar síðustu drunurtiar voru að þagna, brauzt gosið fram alt í eínu. Mér er ómögulegt að lýsa þeirri dýrðlegu sýn. Hún var langt um stórkostlegri en eg hafði gert mér í hugarlund. Vatnið þeyttist upp, knúð af einhverjum undra- krafti, stöðugt hærra og hærra. Þegar eg náði mér aftur eftir fyrstu undrunina, varð mér litið við og á tjaldið, sýndist hæð þess ekkert í samanburði við hæðina á vatns stróknum, og þó var tjaldið tuttugu feta hátt. Það hefði mfttt hlaða tjaldi ofan ft tjald ; eg held að fintfn eða sex hefðu ekki náð sömu hæð og gosið, þegar það var hæst. Eg held mér sé óhætt að segja, að vatn- ið hafi komist hundrað fet í loft upp, og að vatnsstrókurinn hafi verið þrjú til fjögur fet í þvermál. Til allrar hamingju hafði eg litið ft úrið mitt, þegar fyrstu drunurnar heyrð- ust — eg hefði vist steingleymt að gera það, meðan á gosinu stóð — og taldist mér til að liðið hefðu nærri því fjórar mínútur, frá því drunurnar fóru að heyrast og þar til alt var komið í samt lag í hvern- um, en gosið sjálft varaði ekki lengur, en sem svarar helniingnum af þeim tíma”. Það, sem einkum einkennir ís- letidinga, samkvæmt frásögn frúar- innar, er sóðaskapur og leti. í hennar augum er það eingöngu leti landsmanna að kenna hvað vegirnir eru stæmir. Að strjálbygð og fá- menni séu orsök þess, hversu sam- göngur eru ófullkomnar og ferðalög erfið, er langt fyrir ofan hennar skilning. Ýmsir siðir, sem i sjflf- um sér eru fremur meinlausir, svo sem neftóbaksbrúkun íslendinga, skoðar hún sem ótvírætt merki um lágt menningarstig. Yfirleitt hefir hana skort þekkingu á lífsháttum og sögu þjóðarinnar, til ;tð geta gert sér skynsamlega grein fyrir mörgu er fyrir augu bar, og auð- sjftanlega hefir hún tneð sj&lfri sér fundið allmikið til yfirburða sinna yfir all-flesta íslendinga. Samt fanst hetini stundum of mikils vera af sér krafist i þvi efni, eins og eft- irfarandi tilvitnun sýnir : — “Flestir íslendingar, sem eg átti tal við, héldu að eg kynni rpárgt, sent kvenfólki er ekki kent.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.