Syrpa - 01.04.1917, Blaðsíða 50

Syrpa - 01.04.1917, Blaðsíða 50
48 SYRPA, 1, HEFTI 1917 inu augu nokkur, er horfSu fast á hann. Taldi hann tíu, en hugði a8 fleiri mundu þar vera. Þorgils kallaði nú menn sína til sín. “Hér er jarðhús,” mælti hann, “og menn í. Veit eg eigi hversu margir þeir eru, en allmargir munu þeir vera. Skulum viS nú semja um, hvern hluta hver okkar skuli fá af fé því, sem vera má aS finnist í jarcShús- inu; skulum viS þar drengskaparorS okkar viS legg-ja aS sá, er fyrstur kemst ofan í jarShúsiS, skal taka þrjá hluti fjárins, hinn næsti tvo, en síSan skal skifta þeim hlutum, sem þá eru eftir, jafnt milli hinna. Eru allir á þetta sáttir?” Þeir svöruSu “já.” “Vel er þaS," mælti Þorgils, “og mun eg nú reyna aS taka þrjá hluti" Stökk hann síSan niSur í jarShúsiS. JarShúsiS var stórt, en eigi var Þorgils til setu boSiS, er hann kom þar niSur. Þrír menn réSust á hann, og fanst honum sem klær rifu í fætur sér; en þaS sá hann, aS fleiri voru þar til, því hann heyrSi más og hvíslingar í myrkrinu. Hann hafSi öxi stuttskefta í hendi, og drap hann tvo þeirra, er á hann réSust, þegar í staS. Sá þiiSji hafSi gripiS um háls honum og beit hann tönnunum í öxl hans. Þorgils var laus vinstri höndin og gat hann náS kníf úr belti sínu. Rak hann knífinn í síSu þeim, sem á honum hékk og varS þaS honum aS bana. KallaSi hann nú upp til manna sinna og baS þá koma ofan og hjálpa sér aS hreinsa jarShúsiS. Þrír menn hlupu niSur og stóSu hjá Þorgilsi í miSju jarShúsinu, þar sem birta var nokkur. Ekki réSust fleiri af jarShússbúum á þá. I sömu svifum stökk einn manna Þorgilsar ofan í jarShúsiS* meS kyndil, er hann hafSi vafiS saman úr lyngi. HafSi hann kveikt í honum meS tinnusteini og öxi sinni og vildi lýsa þeim meSan þeir leituSu í jarShúsinu. Fundu þeir auk þeirra þriggja er dauSir voru, fimtán menn í jarShúsinu. Var einn þeirra gam- all mjög og voru augabrýr hans svo síSar, aS þær næstum huldu augun, fingurneglur hans voru sem klær. Vopnfærir menn voru þar, og voru þeir skelkaSir mjög, konur meS börn, sveinar og meyjar; tveir eSur þrír unglingar voru þar meS hrafnsvart hár og dökkblá augu. Sumar meyjanna voru fríSar sýnum; allar voru þær fölar í andliti og dökkvar mjög á hár. Ýmsir góSir gripir voru þar, gull og silfur. Tók Þorgils bauga tvo, er hann vildi sjálfur eiga. Þar var einnig sverS úr bláu stáli, vel hert, og sló á þaS undarlegum lit. Var þaS vafiS í blárri kápu en ljóm- aSi í myrkrinu, er hann lyfti því upp. “Hér er sverSiS, er mér var heitiS,” mælti Þorgils. “Skal þaS vera þriSji hluti míns fengs og girnist eg þá eigi annaS. Mun eg nefna sverS þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.