Syrpa - 01.04.1917, Blaðsíða 56

Syrpa - 01.04.1917, Blaðsíða 56
54 SYRPA, 1. HEFTI 1917 manns, er yrÖi fyrir órétti af hálfu Ásgríms. En Þorgils var maS- ur óáleitinn. SJÖTTI KAPITULI. Sörli veginn. Veturinn leiS svo aS ekkert bar til tícSinda, en um sumariÖ gerÖist atburður nokkur, er viÖ kom Guðrúnu, og undraöist Þorgils það lítt. MaÖur nefndist Sörli; hann átti heima í grend vicS Kálfholt. Hann feldi hug til GutSrúnar. Sörli var maÖur sterkur og ófyrirleitinn, en ekki vitur aÖ sama skapi. Sörli baÖ eigi Jóstein föður GuÖrúnar um hana, svo sem lög og venjur stóÖu til, heldur vandi hann komur sínar aÖ Kálfholti á öllum tímum dags og fór að öllu strákslega. Er Guðrún varð á vegi hans, horfði hann á hana fast og lengi, er hún talaði til hans, varð honum ógreitt um svör, en gengi hún þegjandi fram hjá honum, haföi hann fíflslegt látbragð í frammi. Hvort sem Guðrúnu líkaði þetta vel eða illa, voru aðrir á eitt sáttir um, að hann gjöröi henni smán mikla með látalæti sínu. Líkaði foreldrum hennar það stórilla og bræður hennar voru mjög reiðir við Sörla. Eitt kvöld, er Kolur var heima, sá hann þau Sörla og Guðrúnu saman. Bauð hann systur sinni að ganga inn í bæinn og mælti við Sörla: “Mikla smán gjörir þú oss, Sörli, og vil eg að þú leggir það niður.” Sörli spurði, í hverju sú smán væri fólgin, og æstist Kolur meir við það. “Vel veiztu, hvað eg meina,” mælti hann. “Veiztu og, að það þykir gigi sæma, að menn gerist heimagang- ar á bæjum og mæli við konur einsamlar. Er þetta systur minni hin mesta hneisa. Seg nú, hvort þú vilt hætta uppteknum hætti.” Sörli horfði út í loftið yfir höfuðið á Kol og mælti ekki orð. “Heyrir þú orð mín?” mælti Kolur og var nú reiður mjög. Sörli leit á hann og mælti: “Víst heyri eg þau, en gjöra mun eg sem mér vel líkar; met eg stóryrði þín einkis. Hefi eg ekki fleira um þetta við þig að tala.” Kolur gjörði sig líklegan til að ráðast á Sörla, en stilti sig. “Gjör þú þá sem þér líkar,” mælti hann og sneri á brott. Næsta dag kom Sörli í Kálfholt og settist á vegg skamt frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.