Syrpa - 01.04.1917, Side 67

Syrpa - 01.04.1917, Side 67
SYRPA, 1. HEFTI 1917 65 þig dreymt nú,’’ mælti hún. Hann kvaíSst eigi neita því. "Eigi var draumur sá góður,” mælti hún. “Víst var eigi svo,” svaraði hann og sagði henni drauminn. En er Þórey hafði heyrt drauminn, sagði hún, að sér segði þungt hugur um hann og að hún mundi eigi hafa hug til að standa gegn slíkri vitrun, ef hún hefði sér birzt. Þorgils kvað eigi tjá, að láta slíka hluti á sig fá. “Skal eg aldrei undan Þór eður nein- um öðrum goðum láta. Væri það ilt og ósæmilegt.” Hún kvað það satt vera. “En taka muntu mega á öllu hugrekki þínu. Og vera má, að annað verði, er Þór birtist einhverjum hinna. Eru þeir eigi allir þínir líkar.” Þorgils kvaðst eigi óttast það. NÍUNDI KAPITULI. í sjávarháska. Vindur stóð af landi er þeir sigldu úr Ölfusárósi og létu í haf; Sigldu þeir í norðvestur og voru brátt úr landsýn. En er þeir höfðu haft góðan byr eina viku lægði vindinn og velktist skipið til og frá, svo þeir fengu eigi haldið stefnu. Var nú ilt í efni, því þeir höfðu eigi mat nema til tveggja vikna. Ætluðu þeir, að það mundi nægja, en menn Jósteins voru mjög eyðslu- samir og átu og drukku meira en góðu hófi gegndi. Sá Þorgils, að svo mundi eigi mega lengj standa og að hann mundi verða að skamta öllum mat. En annað verra var í efni, sem olli hon- um mikillar áhyggju Þeir höfðu látið síðla í haf, en þó nógu snemma, ef þeir hefðu hlotið byr hagstæðan, En eins og nú á horfðist, óttaðist hann, að þeir mundu eigi ná landi á Grænlandi fyr en vetur væri byrjaður þar. Vissi Þorgils, að þar vetraði snemma. En nú var enginn annar kostur, en að bíða byrjar. Hann kom að máli við Jóstein og sagði honum, að þeir mundu verða að fara varlega með mat sinn. Jósteinn varð for- viða. “Við treystum þér,” mælti hann. “Skyldum við hafa haft mat nógan. Er ilt að fá að vita slíkt í hafi úti, og enginn vegur til bjargar. Skaltu nú láta mig sjálfráðan. Ábyrgist eg eigi gjörðir minna manna, er þeir komast að raun um, að skort- ur sé vista á skipinu. Þorgils mælti eigi fleira um þetta, en eigi sýndist honum stafnbúar breyta háttum sínum til hins betra. Þótti honum Jósteinn hafa lítið vald yfir mönnum sínum. En

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.