Syrpa - 01.04.1917, Síða 69

Syrpa - 01.04.1917, Síða 69
SYRPA, 1. HEFTI 1917 67 lengra komist. Rak þá aS landi við björg nokkur og biðu þar dags í mikilli hættu. Allir á skipinu voru óttaslegnir. Þorgils var á þiljum uppi alla nóttina nema stutta stund, er hann fór niður í lyftinguna, til að líta eftir hvernig konur bærust af. Þórey var sjúk mjög, en bar sig þó vel; var það fróun mikil fyrir hana að sjá, hversu ró- legur Þorgils var. Guðrún sat hjá henni, og mátti gjörla sjá á svip beggja, að þær báru gott traust til hans. Sat Þorgils þar hjá þeim nokkra stund; sagði hann þeim, að lítil von væri um, að skipinu yrði bjargað, því það sæti fast milli tveggja kletta; þó kvaðst hann ætla, að það mundi eigi brotna skjótt. Á meðan hann mælti þetta, riðu bylgjur stórar undir skipið og hristist það mjög. Þórey sagði honum, að hún óttaðist eigi hættuna, en vél gat Þorgils séð, að hún sagði það til þess að auka eigi á á- hyggjur hans. Hún kvaðst vera'því fegin, að Þórný dóttir þeirra væri heil á húfi á Islandi, en eigi með henni: en er hún sagði þettá, fékk hún eigi tára bundist og varð undan að líta. Guð- rún sat við fætur Þorgilsi og studdi höndum á kné honum. Öll voru þau mjög hljóð, en annarsstaðar á skipinu var háreysti og óhljóð; var Þorgerður drukkin og gerði háreysti mikla. Eigi mátti Þorgils dvelja lengi hjá konunum. Varð hann að ganga milli manna á skipinu og þola ávítur þeirra. Þorgils var á þiljum uppi, er birta tók af degi. Sá hann, að skipið var fast milli kletta tveggja, er fremstir stóðu á nesi einu, er gekk út öðru megin við fjörð nokkurn. Er betur birti. sá hann, að fjörður sá var næstum umlokinn af nesjum, og að þar mundi vera örugt í öllum veðrum. Hann sá, að ef þeir kæmist inn í fjörðinn, væri unt að kjósa hinn bezta lendingarstað og bjarga konunum úr hættu; en ófært sýndist honum vera, að skjóta út báti í ósjó þeim, sem enn var. Gætti hann vel að klettunum á nesinu, í þeirri von, að finna þar stað, þar sem lenda mætti, en þar var hvergi unt að komast á land. Er nógu bjart var orðið, skipaði hann að skjóta skyldi út báti Tók hann Þór- eyju í fang sér og bar hana í bátinn. Var hún þá svo sjúk, að hún vissi lítt hverju fram fór. Þórarinn var látinn stýra bátnum, og réru þeir frá skipinu. Sjór reis hátt og mátti eigi annað sjá.' en að báturinn mundi þá og þegar færast í kaf. Þótti Þorgilsi sú stund verst á æfi sinni. En þótt hættan væri mikil, komust þeir gegn um boðana inn á fjörðinn; réru síðan aftur til skipsins til að bjarga matvæl- um og öðru því, er þeir þurftu með sér að hafa. f þeirri ferð fluttu þeir menn flesta. Eigi fór Þorgils af skipinu fyr en öllum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.