Syrpa - 01.01.1922, Side 6

Syrpa - 01.01.1922, Side 6
4 SYRPA “Eg sæki töskuna mína undir eins.” “Eg sagöi að eg gæti ómögulega lofaö þér að vera.” “En kistuna mína læt eg flytja hingað á mánudaginn.” “J?ú skilur ekik'i,” sagði frænka imín. “Eg segi það útrykkilega aö þú getur ekki verið hér.” “Jú, eg skil,” sagði Mabel Cameron, “en eg flyt mig hingað, hvað sem ,það kcstar.” “pú getur ekki flutt þig hingað nema með mínu leyfi,” sagði frænka mín. “Eg veit samt að pú rekur mig ekki út, þegiar eg er komin hingað með kistuna mína.” “En eg fyrirbýð þér að Iflytja kistuna þína hingaö<,,' sagði frænka mín og augun hennar bláu urðu nokkuð hörð. “Eg flyt mig hingað samt,” “því segirðu það, þegar eg banna þér að koma?” “Eg á svo bágt!” sagði Mabel Oameron og rödd hennar var nú klökk, “Eg á svo ósköp — ósköp bágt!” “Hvað amar að þér?” sagði frænka mín og augun henn- ar urðu aftur biíðleg. “Eg á enga móður, engin systkini, ekkert frændfólk, enga vini. Eg á engan að —. engan nema grimman föður, — Eg er munaðarlaus!” (Mabel Oameron varpaði mæðulega öndinni og augy hennar flutu í tárum). “Aumingja stúlkan!” sagði frænka mín, eins og við sjálfa sig, og eg sá að hún kendi í brjósti um stúlkuna. “Auminginn! Hún á þá svona bágt!” “Eg sé að 'þú ert góð,” sagði Mabel Cameron. “Æ, rektu mig ekki í burtu frá þér! Lofaðu mér að vera hérna í húsinu þínu. Æ, vertu móðir mín!” (Hún hljóp til frænku minnar, eins og lítil stúlka til mcmmu sinnar, lagði hendurnar um hálsinn á henni og grúfði sig undir vanga hennar). “Æ, lofaðu mér að vera,” sagði hún og tárin streymdu niður kinnar hennar. “Æ, lofaðu mér að vera hér! og vertu móðir mín, elskan!” Augu frænku minnar fyltust tárum. Hún vafði þessa einmanalegu og veiklulegu stúlku að sér með móðurlegri blíðu kysti á vanga hennar og sagði: “Já, elskan mín góð, þú mátt vera hér, fyrst þú vilt það endilega.” þannig komst Mabel Cameron inn í skakka-húsið, — Tveimur klukkustundum síðar kom ökumaður þangað með litla kistu og stóra tösku, sem hún átti. Og þó frænku minni væri það ekki vcrulega geðfelt, þá lét hún þessa skozku

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.