Syrpa - 01.01.1922, Side 8
6
SYRPA
finna mig. Við töluðum saman í borðstofunni nokkra stund,
og á meðan gekk Mabel sem snöggvast um stofuna. O’Brian
lét sem kann tæki ekki eftir henni. En þegar hann var að
leggja af stað heim, sagði hann við mig fyrir utan dyrnar:
“Eg sé að dálítil dúfa hefir flogið inn í þetta hús ykkar
og eg sé það á nefinu, að hún hefir ekki komið frá fslandi.”
“Áttu við 'Stúlkuna, sem kom inn í stofuna til okkar áð-
an?” sagði eg.
“Já,” isagði O’Brian. “Hvað heitir hún annars”?
Eg 'sagði honum nafn stúlkunnar, og gat eg þess, að hún
væri skozk, ætti engan að, og að hún ynni á þvottahúsinu
Albion. pað var alt, sem eg vissi um hana.
O’Brian klóraði sér undir hökunni og varð hugsi fáein
augnablik.
“Einkennileg stúlka þetta,” sagði hann alt í einu. “Hún
ber á sér snið þeirra kvenna, sem um langt skeið hafa tek-
ið þátt í harmleikum á leiksviði í stórborg.”
“pú ert æfinlega svo spaugsamur, herra O’Brian,” sagði
eg.
“Eg er samt ekki að spauga núna, sonur minn góður,”
sagði O.Brian og setti á sig mikinn alvörusvip. “Eg skal
segja þér nokkuð. Eg sá einu sinni stúlku, sem var svo
lík þessari ungfrú Cameron í sjón og vexti, að tvær stúlkur
geta ekki verið líkari hvor annari. — pað var á írlandi fyrir
mörgum árum.”
“Var hún líka skozk?”
“Já, hún var skozk og hafði leikið hefðarfrú í einum af
harmleikum Shakespeares um mörg ár.”
“ÍHvað hét hún?”
“pað man eg ékki. Hún kom til Norður-frlands einn
góðan veðurdag og dvaldi þar um hríð. Tæpum mánuði eft-
ir að hún kom þangað, voru allir yngismenn horfnir þaðan
og komnir suður á syðsta odda landsins. Ekki höfðu þeir
samt lengi verið þar, þegar þessi skozka leikmær var komin
þangað suður með plögg sín og kvaðst mundi dvelja þar eitt
ár eða tvö. — En þá stukku allir yngismenn þaðan og norður
á landsins enda, og lifðu þar á hráum skelfiskum eins og
skrælingjar.”
“Voru þeir svona hræddir við stúlkuna?” spurði eg.
“Eg þori ebkert um það að segja, sonur sæll. En eitt-
hvað hefir það verið, sem rekið hefir drengina á flótta.”
Og gamli O’Brian kvaddi mig með handabandi og lagði
á stað heim. — Eg heyrði að hann raulaði fyrir munni sér,
eins og hann var vanur. Og var vísan á þessa leið: —