Syrpa - 01.01.1922, Side 10

Syrpa - 01.01.1922, Side 10
8 SYRPA “Hefirðu ekki lesið leikinn Macbeth?” “Jú, en eg iman ekki eftir því, sem þjónustustúlkan — eða hirðkonan — er látin segja.” “Hún kemur fram í byrjun fimta þáttar og talar við lækninn. Hún segir lækninum: að hún hafi séð frú Macbeth fara fram úr rúminu, leggja yfir sig möttulinn, ljúka upp leynistúkunni, taka bréf„ brjóta það, rita á það, lesa það, innsigla það og ganga svo aftur til sængur. Og svo scr hún frú Maceth koma, gangandi í svefni með ljós í hendi. Ó, hræðilegt! Hræðilegt! Hræðilegt. Hún heyrir frú Macbeth tala um blóðbletti og blóðlyikt og hræðilega hluti. Ó, ógn og skelfing! Og skelfing og myrkranna ógn! — Ó, eg vildi hafa mikið til þess unnið, að hafa aldrei tekið þátt í þeim líjóta leik — í þeim voðalega, hræmulega, blóðlitaða leik! — En mér var þrengt til þess að 'leika þetta!” “Og hver dreif þig til þðss?” “ó, hættu að spyrja!” sagði hún í óstillingar-róm. “Eg átti grimman föður. Hættu að spyrja meira um þetta, segi eg! pað hefir enginn rétt tii að spyrja mig og láta mig rif ja upp sárustu og svörtustu harma mína. Hættu! Hættu að spyrja!” Hiún nam staðar á strætinu nokkur augnablik og stappaði fæti hart og grimdarlega í klakann á gangstéttinni. Og eg s'á að undariegur glampi var 1 augum hennar. “Fyrirgefðu mér, ungí'rú Cameron,” sagði eg; “mér kom ekki' til hugar að spyrja um þetta í því sikyni, að rifja upp harma þína. Eg vissi ekki, að þetta mundi ýfa upp sár. — Fyrirgefðu mér. Eg skal aldrei spyrja þig framar um þetta.” Hún varð strax stilt, en kreisti saman varirnar og starði út i bláinn. “Eg veit, að þú vissir ekki um harma mína,” sagði hún fám augnablikum síðar og þurkaði sér um augun. “Við skulum gleyma þessu alveg. Við skulum tala um eitthvaö annað.” Svo héldum við áfram eftir strætinu í glaða tunglsljós- inu, en töluðum fátt saman fyr en við ikomum heim í heitt og bjart eldhúsið hennar frænku minnar. par beið okkar ágætt kaffi og sætabrauð. Og þá byrjuðum við Mabel að tala saman á ný með fullu fjöri eins og vanalega; og enginn í húsinu vissi um það, að bún hafði komist í þessa geðshrær- ing á leiðinni heim. En eg hugsaði um þetta atvik lengi á eftir og dró ýmsar ályktanir af því — ályktanir, sem í raun og veru náðu engri áitt.--------

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.