Syrpa - 01.01.1922, Page 13

Syrpa - 01.01.1922, Page 13
SYRPA 11 hefir sýnt mér rneðal, sem læknir Ihefir gefið henni við þessu. —. Og frændi minn, eg hefði aldrei :;agt 'þér neitt um þetta og leynt því algjörlega um, alla æfi, ef ekki væri dálítið við þetta, seim gjörir mig verulega hrædda og næstum þung- lynda.” “Er það þetta óttalega tal hennar u,m blóð?” sagði eg. “Nei, það er ekki beinlínis það, þó það sé ótitalega leið- inlegt að heyra það. Heldur er það hitt, sem gjörir mig svona hrædda, að í hvert sinn, sem Mabel kemur utan í þessu svefngönguástandi sínu-, þá er mold á höndunum á henni og moldarlykt af henni, eins og hún hefði velt sér í mold eða verið að taka gröf.” pað lá við að eg yrði hálf-myrkfælinn, iþegar frænka mín sagði mér þetta. pað minti mig á sögur, er eg hafði heyrt, um flögð, sem voru á daginn siðprúðar hefðarfrúr, en eyddu nóttinni úti í kirkj ugörðum og voru þá í sinni réttu mynd. “Hefirðu aldrei farið út á eftir henni?” spurði eg. “Nei, aldrei. Eg þyrði það ekki. Og svo veit eg sjald- an um það, að hún fer út, fyr en hún kemur aftur inn til mín.” “Hv'ert heldurðu að hún fari, þegar hún fer út um næt- ur?” “Eg veit það hreint ekki.” “Kannske hún fari alla leið norður í kirkjugarðinn?” “Ólíklegt er það. pað er svo langt.” “Hvað getur hún þá verið að fara ?” “Hamingjan veit það!” sagði frænka mín og varipaði mæðulega öndinni. Ó, eg vildi það, frændi minn, að þessi stúlka hef ði aldrei komið inn í mitt hús! Eg er orðin hrædd við þetta háttalag hennar, en veit þó, að hún getur ekki að þessu gjört. Mér finst endilega að eitthvað hræðilegt hafi komið fyrir hana og gjört hana — svona. Eg kenni sárt í brjósti um hana, en er þó hrædd. — Hvað á eg til bragðs að taka?” “Mér datt nú margt í hug. Og margt af því var heimska tóm. Eg jgat samt aldrei gjört mér það í hugar- lund, að Mabel iCameron væri brjáluð. Og eg gat heldur ekki látið það festa í huga mínum, að hún væri slæm mann- eskja. En hitt fanst mér eðlilegt, að hún gengi í svefni og talaði þá um það, sem henni var minnistæðast í vökunni. Hún hafði leikið hirðkonu frú Macbeth (eftir því, sem hún sagði mér á leiðinni frá kirkjunni), og það hafði vakið hjá henni ógn og skelfing, að sjá og heyra frúMacbeth í leiknum. Og nú var hún einmitt að leika þá frúl í svefngöngu sinni á

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.