Syrpa - 01.01.1922, Side 15

Syrpa - 01.01.1922, Side 15
SYRPA 13 þeg-ar farið var um hann, og handriðið titraði æfinlega, þeg- ar á það var stutt. Við þurftum því að fara gætilega, svo ekki heyrðist til okkar. — Úti. var logn og blíða, og það var niokkuð bjart, þó ekki væri tunglsljós. Ekkert heyrðist nema niðurinn í Rauðá. Hún veltist áfram skolmórauð, bakkafull og straumhörð, eins og hennar var vandi á vorin. Hún hélt alt af áfram, hvað sem mönnunum leið, eins og lækurinn í fallega kvæðinu hans Tennysons.“ Mennirnir koma og fara, en eg held alt af áfram,” sagði lækurinn. Eins og sagt hefir verið í fyrsta þætti sögu þessara, þá bjó aldrei neinn í herbergjunum, sem voru undir loftinu í skakka-húsinu, eftir að það skemdist í flóðinu, vorið 1882. par var neglt fyrir alla glugga og framdyrnar harðlæstar. Eins hefir þess verið getið, að undir hálfu ihiúsinu var kjall- ari, sem í fyrstu var nokkuð djúpur, en var nú hruninn sam- an og aldrei notaður, Og það mátti skrlða í tveimur eða þremur stöðum inn undir húsið (undir aurstokkana) um hol- ur sem myndast höfðu af völdum flóðsins. pað var aldrei reynt til að fylla upp þessar holur eða byrgja þær; og þær urðu alt af stærri og stærri, eftir því sem lengur' leið, Við frænka mín gengum í kringum húsið og horfðum í allar áttir og hlustuðum, Við horfðum líka inn undir hús- ið. — En þar var tómt myrkur, og ekkert þrusk eða skrjáf- ur heyrðist þar. — Við gengum svo upp og ofan árbalckann uim stund. En það kom fyrir elcki. Enginn maður sást þar nokkurstaðar, og ekkert heyrðist nema árniðurinn og með köflum, skröltið í gufuvagni, sem var á ferð fyrir vest- an 'borgina. — Við héldum svo 'heim að húsinu á ný og álitum það þýðingarlaust, að leita lengur. En rétt í því, að við komum að stiganum, heyrðum við mjög glögt, að barið var með járni í stein undir húsinu, og skanit frá norður-gaflinum. “Hún er undir húsinu,” sagði frænka mín lágt og tók í handlegginn á mér; “hún er undir húsinu og er að grafa þar.” Við biðum enn um stund og hlustuðum. Og ekki leið á löngu áður en við heyrðum á ný, að barið var með járni í stein. Fórum við þangað, sem stærst var gímaldið undir aurstokkana, og horfði eg þar inn undir. Var þar hráslaga- legt mjög og svo dimt, að eg gat ekkert séð. En eg varð þess fljótt var, að þar var einhver skamt frá að róta í moldinni. “Ungfrú Cameron!” sagði eg l'ágt. “Ert þú þarna ?” “Já, eg er hérna,” var 'svarað. Og það var Mabel, sem talaði. “Hvað ertu að gjöra?” sipurði eg. “Nú, eg er 'bara að grafa, grafa, grafa! Hví skildi eg

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.