Syrpa - 01.01.1922, Page 16

Syrpa - 01.01.1922, Page 16
14 SYRPA ekki grafa? Hver vill banna mér að grafa?” (Og hún var að 'heyra nokkuð æst). “Komdu hingað út til okkar frænku minnar,” sagði eg. En eg bjóst þó varla við því, að hún mundi hlýða þeirri skip- un minni. “Hvað viljið þið mér?” sagði Mabel í hálfgjörðum óstill- ingarróm. Hún kom þangað sem eg var, og eg sá, að hún hélt á dálitlum spaða í ihægri hendinni. “Hvað viljið þið tala við mig?” sagði hún. “Komdu út,” sagði eg. Hún hlýddi möglunarlaust og skreið út með fimleika. “Hvað viljið þið?” sagði hún á ný. “Af hverju ertu að grafa hérna í kjallaranum?” sagði eg. “Eg er að grafa eftir gulli, maður,” sagði hún. “Sérðu það ekki, að eg er að grafa eftir gulli? — pað er gull hérna undir húsinu — það er gull og demantar og perlur og smar- agðar! Vitið þið það ekki? Sjáið þið það ekki? parna! þarna!” (Hún benti). “pað er undir norðaustur-horninu ú húsinu — í stórri járn'kistu. pað er fólginn fjársjóður undir þessu húsi.” “Hver segir það?” sagði eg. “Eg segi það. Eg veit það með áreiðanlegri vissu. því að eg sé það. pað er í stórri jámkistu með fimm demöntum á lokinu. En þar er líka blóð, blóð, blóð, sem rennur í Rauðá, og Rauðá rennur í Winnipeg-vatn; og Nelson-fljót rennur úr Winnipeg-vatni og út í Hudsons-flóa. Er það ekki óttalegt! — En hver er þessi kona?” (Hún benti á frænku mína). “Frú Macbeth! Blóðblettir; Blóðlykt! Hræðilegt! Farðu í burtu!” (Hún henti spaðanum inn undir húsið og setti hendurnar fyrir andlitið). “Eg er hrædd! Hver vill hjálpa? Hjálp!” (Hún kallaði hátt). “Mabel, þekkir þú mig ekki ?” sagði frænkc mín á ís- lesku. “Kom þú, kom þú, kom þú. kom þú!” kallaði Mabel. “ó, kom þú, herra Godson!” (Hún fórnaði höndunum, teygði sig aftur á bak og hneig niður. Og um leið rak hún upp skerandi hljóð). “Ó, móðir mín! Hvar — hvar — hvar er eg?” pað setti sáran grát að henni, og frænka mín tók hana í fang sér. Við bárum hana upp stigann og inn í herbergi frænku minnar. Að örfáum augnablikum liðnum var hún steinsofnuð. Daginn eftir fór Mabel ekki til vinnu sinnar. Hún var

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.