Syrpa - 01.01.1922, Page 18
SYRPA
16
um musteri Salómons, eða Rómverjum um “Colosseum”,
heldur en okkur fslendingum um “Félagslhúsið” okkar í Wnni-
peg. pangað fóru Winnipeg-íslendingar, á fyrstu árum sínum
þar í borginni, til þess að skemta sér og fá fréttir og fróðleik.
par voru oft fluttar snjallar ræður, og menn kappræddu þar
á stundum ýms mál með töluverðu fjöri, en þeir héldu sér
jafnan við málefnið og forðuðust persónulegar deilur. par
söng iðulega sá söngflokkur, sem eg heí'i heyrt fegurst
syngja; þar voru nokkrum sinnum sýndir góðir og skemti-
legir sjónleikar; guðsþjónustur fóru þar fram á helgum;
sunnudagsskóli stóð þar með miklum blóma u-m langt skeið,
og barnáskóli heilan vetur. Áður en íslenzk kirkja var reist
í Winnipeg, var hús þetta uppljómað eins og framast mátti
verða á hverri einustu jólanótt og börnum og fullorðnum
gefnar góðar gjafir. Og í þessu húsi var oft og mörgum
sinnum leitað samskota handa bágstöddum. — pað var því
ekki kyn, þó okkur íslendingum þætti vænt um hús þetta,
dkki sízt vegna þess, að það var verulegt þrekvirki af íslend-
ingum á þeim dögum, að koma upp slíku húai, íþegar hvert
einasta cent, sem þeir eignuðust, kostaði súran sveita og sár-
ustu erfiðismuni. — pað var drenglundað og mannvænlegt
fólk, sem ko>m saman í Framfarafélagshúsinu á Jemima-
stræti. pað var góðgjörða-fólk í orðsins fylstu merkingu.
pað voru menn og konur, sem fyrir margra hluta sakir má
telja með því allra bezta og nýtasta fólki, er nokkurn tíma
hefir fluzt til Canada.
Aldrei voru fleiri samkomur haldnar í Framfarafélags-
húsinu en árið 1886. Mér er ein þeirra sérstaklega minnis-
stæð fyrir þá sö'k, að þá sá eg í fyrsta sinni þann mann, sem
alment var nefndur íslendingurinn gangandi, eða maðurinn
sí-gangandi. pað var, að mig minnir, um miðjan Septem-
ber. Og þessi dularfulli maður var þá nýkominn til Man-
itoba, hafði komið fótgangandi alla leið sunnan frá Minne-
apoli's og hélt til á einu dýrasta hótelinu i Winnipeg. Hann
var að sjá rúmlega fimtugur að aldri, stór vexti og kraftaleg-
ur, dökkur á brún og brá, með skegg á vöngum, en rakaða
höku og efrivör, og var ekki ósvipaður hraustum og heilsu-
góðum Háskota. Hann var fslendingur í húð og hár — á því
var ekki hinn minsti vafi — en enginn vissi, hvaðan af ís-
landi hann var, eða hve nær hann kom til Amerí'ku. Og
enginn vissi heldur með áreiðanlegri vi'ssu, hvað hann hét.
Hann nefndi sig John Island, og bar Island fram sem Æland,
En sumir þóttust hafa heyrt, að hann héti réttu nafni: Jón
Jónsson, væri ættaður af Homströndum, hefði farið á unga
aldri í siglingar og verið kominn alfluttur til Ameríku fimm