Syrpa - 01.01.1922, Page 20

Syrpa - 01.01.1922, Page 20
SYRPA Í8 þeirra þjónar þjónanna”. — Menn þóttust að vísu hafa vitað þetta áður, en samt vakti þessi ræða marga til alvarlegrar umhugsunar, hvað framtíð barnanna snerti. — pegar ræð- unni var lokið, talaði þessi dulaarfulli íslendingur lengi eins- lega við tvo af embættismönnum Framfarafélagsins. Og síðar um kvöldið talaði hann við ýmsa aðra, og eg vissi, að hann var að spyrja um einhvern. Að síðustu var honurn bent á mig, og kom hann þá til mín og heilsaði mér mjög vingjarn- lega.. “Eg heiti John Island,” sagði hann; “og mér er sagt, að þú heitir Erlingur.” “Já, og eg er Bjarnhéðinsson,” sagði eg. “Hérlendum mönnum gengur víst báglega að bera það nafn fram,” sagði hann og brosti mjög viðkunnanlega. “Eg hef í því efni dálitla meðlíðun með annara þjóða mönnum. Eg geng undir ensku nafni í Norður-Ameríku og á Englandi, og dönsku nafni í Danmörku. En á fslandi nota eg skírnar- nafn mitt og nafn föður míns. — Eg álít það rétt, að vera Rómverji með Rómverjum.” “Mundir þú taka upp kínverskt nafn í Kína?” spurði eg oíurlítið glettilega. “Já, hiklaust,” svaraði hann. “Eg mundi að líkindum kalla mig þar Lí Hæng, eða Sing LL — Maður á að hlýða lög- um þess lands, sem maður býr í, og taka upp alla góða siðu þeirrar þjóðar, sem þar á heima. Og þið, unga fólkið í.s- lenzka, eigið að ganga í beztu skóla þessa lands og ná sem fyrst hárri mentun. — pað var hann M. P. Cató hinn róm- verslti, sem endaði jafnan ræður sínar með þessum orðum: ‘Denique censeo Carthaginem es^e delendam’. En eg vil segja: Ilvað sem öðru líður, þá verður fáfræði þjóðar minn- ar að eyðileggjast. Og það var aðal-innihald þess erindis, sem eg flutti hér í kvöld.” “pú fluttir hér góða ræðu í kvöld,” sagði eg. “pótti þér það?” “Já, eg hefi aldrei heyrt 'betri ræðu um það efni.” “Hamingjunni sé lof!” sagði hann. “Hamingjunni sé lof fyrir það, að hinir yngri menn hafa líka hlýtt á mál mitt hér í kvöld. — En erindi mitt við þig er það, að spyrja þig til vegar til ihins svokallaða skakka-húss. Mér er sagt, að þú eigir þar heima, en þangað þarf eg að koma á morgun og tala við konuna, sem er þar húsráðandi.” Eg sagði honum nú, hvar skakka-húsið var, og hvaða leið að bezt væri fyrir hann að fara, til þess að finna það sem fyrst. Eg bjóst endilega við, að hann ætlaði sér að fá þar

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.