Syrpa - 01.01.1922, Side 23

Syrpa - 01.01.1922, Side 23
SYRPA 'h var í þann veginn að ná undirtökunum í þessari viðureign okkar). “Eg heyrði Arnór aldrei nefna þann mann á nafn,” sagði frænka mín. “pví trúi eg vel,” sagoi herra Island.; “en hann Ihefir sagt honum Erlingi frænda þínum margt, sem þú hefir aldrei heyrt.” Eg va.rð hissa á því, að hann skyldi vita, að eg var frændi Sólrúnar, því að hvorugt okkar hafði minst á það við hann. “]7ú hefir víst fengið bréf — og þau mörg — frá vin þín- um, honum Arnóri Berg, síðan hann fór héðan?” sagði herra Is-land og -horfði beint framan í mig. “Nei, eg hefi aldrei á æfi minni fengið eina einustu línu frá honum.” “En þú veizt, hvert hann fór?” “Já, eg veit, að hann fór til Bandaríkjanna.” “Hvar í Bandaríkjunum er hann nú?” “Hann mun nú eiga heima í St. Paul, eða í Minneapolis,” sagoi eg og fann að eg var farinn að segja meira, en eg kærði mig um. “Vertu nú svo góður, að gefa mér utanáskrift til hans.” “pví miður get eg það ekki. Eg veit ekki, í hvaða húsi í St. Paul hann á heima.” ”En hvemig veiztu, að hann á heima í St. Paul?” “Kunningi minn sagði mér það.” “Hvar er sá kunningi þinn?” “Hérna í Winnipeg.” “Og heitir hvað?” “O’Brian”. (Og eg sagði það á móti vilja mínum). “Er hann þá ekki íslenzkur?” “Hann er írskur.” “Hvar get eg fundið hann?” “parftu endilega að finna hann?” “Eg þarf að finna einhvern, sem getur sagt mér með á- reiðanlegri vissu, hvar Arnór Berg á heima. Og ef þú veizt, hvar slíkan mann er að finna, þá vertu svo góður, að láta mig vita það útúrdúralaust.” “Eg get farið með þér til herra O’Brians, sem er vinur og velgjörðamaður Arnórs og veit utanáskift hans. En áður en eg legg á stað -með þér til herra O’Brians, verður þú að sannfæra mig um það, að það sé í verulega góðum tilgangi, að þú vilt fá að vita heimilisfang Arnórs.” (Og það voru að líkindum mín augu, sem nú urðu dálítið -hvöss). “Virðist þér, að eg hafa útlit misindismanns, drengur minn ?” sagði herra Island og reyndi til að brosa.

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.