Syrpa - 01.01.1922, Page 24

Syrpa - 01.01.1922, Page 24
22 SYRPA “Nei, langt frá því,” sagði eg; “en þú getur veríð verk- færi í höndum misindismanns.” “Virðist þér fþá, að eg muni vera einfaldur og ósjálf- stæður ?” “Nei, alls ekki. — En eg kann ekki að koma orðum að því. — pú gætir, til dæmis, verið eitthvað viðriðinn leynilög- regluna.” “Hefir þá Arnór Berg gjört eitthvað fyrir sér, fyrst þú óttast leynlögregluna hans vegna?” “Ne, nei,” sagði eg með ákafa. “Enginn hefir óflekk- aðra mannorð en Arnór—enginn er hreinni og saklausari í hjarta en hann.” “pví þarftu þá að óttast lögregluna?” “Lögrgelan kynni að vilja finna Arnór, þó hann hefði ekkert rangt aðhafst.” “Hvernig gæti það skeð? Ertu hræddur um, að hún mundi vilja fá hann sem vitni til að Ijósta upp glæp annara? Eða hvað?” (Augu herra Islands voru að verða býsna hvöss.) “Nei, nei, nei!” sagði eg. “Við (hvað ertu þá hræddur fyrir hans hönd?” “Herra Island,” sagði eg, “mig skortir orð til að láta í ljós það, sem mér býr í brjósti En setjum nú svo, að Arnór hefði leyndarmál nokkurt að geyma, og að einhver maður eða kona, vildi út af lífinu komast að þessu leyndarmáli, væri þá ekki líklegt, að maðurinn eða konan, fengi leynilögregl- una í lið með sér að einhverju leyti, og að leynilögreglan not- aði svo einhvern góðan mann fyrir verkfæri til að grafa upp leyndarmálið ?” “Á eg 'þá að skilja það svo, að Arnór Berg hafi liðið skip- brot í ástamálum?” sagði herra Island og það brá fyrir ein- kennilegum glampa í augum hans. “Eg nefndi ekki ást á nafn,” sagði eg. <pú gafst mér í skyn, að hann hefði leyndarmál að geyma; og fyrst hann er ungur og hreinhjartaður og góður maður, getur varla hjá því farið, að það leyndarmál, sem hann geymir, sé viðvíkjandi ást sjálfs hans eða annara.” “Hann gæti geymt leyndarmál, sem væri alveg laust við ást,” sagði eg. “Komdu með dæmi.” “Leyndarmálið gæti snert annan en sjálfan hann.” “Já, auðvitað gæti það snert föður hans eða móður.” “Eða móðurbróður hans,” sagði eg. (En eg ætlaði þó ekki að segja það.) “Varla mundi móðurbróðir hans hafa farið að segja hon-

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.