Syrpa - 01.01.1922, Page 25

Syrpa - 01.01.1922, Page 25
SYRPA 23 um frá ástamálum sínum. Iiann hefði heldur sagt honum, hvar gull og gimsteina væri að íinna.” (Og herra Island leit á mig hvössum augum). “Já,” sagði eg, “leyndarmál Arnórs getur snert peninga, sem móðurhróðir hans átti.” “Svo þú fullyrðir þá, að Arnór Berg hafi leyndarmál að geyma.” “Eg hefi ekki fulíyrt það,” sagði eg, “en eg segi svo mikið, að ef Arnór kynni að gey.rna leyndarmál, þá þurfti það beinlínis ekki að snerta ást.” “Heldur fjársjóð falinn í jörðu?” “pað hefi eg heldur ekki sagt. En eg hefi sagt, að leynd- armál Arnórs, ef nokkurt er, gæti eins vel verið um peninga eins og nokkuð annað.” “Og peninga móðurbróður hans?” “Já, peninga móðurbróður hans eins vel og nokkurs ann- ars1,” sagði eg og fann, að eg var að komast aftur úr ógöng- unum. “Jæja, drengur minn,” sagði herra Island dálítið íbygg- inn á svipinn, “þú lofar því statt og stöðugt að fylgja mér á fund mannsins, sem veit, hvar Arnór Berg er niðurkominn, ef eg segi þér fyrst, til hvers eg vil finna þenna unga landa okkar ?” “Eg kann betur við að vita það, áður en eg fylgi þér til herra O’Brians,” sagði eg. “Og eg get líka fullvissað þig um þaö, að herra O’Brian segir þér ekkert um verustað Arn • órs, fyr en hann veit með vissu hvað þú ert að fara.” “Eða með öðrum orðum: þú vilt láta mig skilja, að herra O’Brian viti, eins og þú, leyndarmál Arnórs Bergs út í yztu æsar.” Eg þagði. Eg fann, að eg átti hér við mann, sem hafði mikla yfirburði yfir mig. Mín eina vörn var einungis í því fólgin, að tala fátt og forðast að spyrja. “Eg skal þá segja þér það í hjartans einlægni, af hverju eg þarf að vita, hvar Amór Berg á heima,” sagði herra Island eftir að hafa beðið fáein augnablik eftir svari frá mér. “Eg þarf endilega að finna hann og tala við hann um þetta leynd- armál, sem hann geymir og hefir geymt í mörg ár. Eg þekki það leyndarmál, sem hann geymif og hefir geymt í mörg ár. Eg þekki það leyndarmál til hlítar, og mikið betur en þú og hinn írski vinur hans — já, jafnvel mikið betur en hann sjálfur. Leyndarmálið snýst um móðurbróður hans, eins og þú, ef til vill, veizt, en þungamiðja þess er fjársjóður falinn í jörðu. — Móðurbróðirinn er löngu dáinn—”

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.