Syrpa - 01.01.1922, Síða 25

Syrpa - 01.01.1922, Síða 25
SYRPA 23 um frá ástamálum sínum. Iiann hefði heldur sagt honum, hvar gull og gimsteina væri að íinna.” (Og herra Island leit á mig hvössum augum). “Já,” sagði eg, “leyndarmál Arnórs getur snert peninga, sem móðurhróðir hans átti.” “Svo þú fullyrðir þá, að Arnór Berg hafi leyndarmál að geyma.” “Eg hefi ekki fulíyrt það,” sagði eg, “en eg segi svo mikið, að ef Arnór kynni að gey.rna leyndarmál, þá þurfti það beinlínis ekki að snerta ást.” “Heldur fjársjóð falinn í jörðu?” “pað hefi eg heldur ekki sagt. En eg hefi sagt, að leynd- armál Arnórs, ef nokkurt er, gæti eins vel verið um peninga eins og nokkuð annað.” “Og peninga móðurbróður hans?” “Já, peninga móðurbróður hans eins vel og nokkurs ann- ars1,” sagði eg og fann, að eg var að komast aftur úr ógöng- unum. “Jæja, drengur minn,” sagði herra Island dálítið íbygg- inn á svipinn, “þú lofar því statt og stöðugt að fylgja mér á fund mannsins, sem veit, hvar Arnór Berg er niðurkominn, ef eg segi þér fyrst, til hvers eg vil finna þenna unga landa okkar ?” “Eg kann betur við að vita það, áður en eg fylgi þér til herra O’Brians,” sagði eg. “Og eg get líka fullvissað þig um þaö, að herra O’Brian segir þér ekkert um verustað Arn • órs, fyr en hann veit með vissu hvað þú ert að fara.” “Eða með öðrum orðum: þú vilt láta mig skilja, að herra O’Brian viti, eins og þú, leyndarmál Arnórs Bergs út í yztu æsar.” Eg þagði. Eg fann, að eg átti hér við mann, sem hafði mikla yfirburði yfir mig. Mín eina vörn var einungis í því fólgin, að tala fátt og forðast að spyrja. “Eg skal þá segja þér það í hjartans einlægni, af hverju eg þarf að vita, hvar Amór Berg á heima,” sagði herra Island eftir að hafa beðið fáein augnablik eftir svari frá mér. “Eg þarf endilega að finna hann og tala við hann um þetta leynd- armál, sem hann geymir og hefir geymt í mörg ár. Eg þekki það leyndarmál, sem hann geymif og hefir geymt í mörg ár. Eg þekki það leyndarmál til hlítar, og mikið betur en þú og hinn írski vinur hans — já, jafnvel mikið betur en hann sjálfur. Leyndarmálið snýst um móðurbróður hans, eins og þú, ef til vill, veizt, en þungamiðja þess er fjársjóður falinn í jörðu. — Móðurbróðirinn er löngu dáinn—”
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.