Syrpa - 01.01.1922, Qupperneq 26

Syrpa - 01.01.1922, Qupperneq 26
24 SYRPA “Og dó hér í Éauðárdalnum,” sagði eg, þó eg reyndar væri ekki viss um það. “Móðurbróðirinn er löngu dáinn,” sagði hann, “og hann dó suður í Bandaríkjum í Aprílmánuði, árið 1870. Hann hafði grafið peningana í jörðu á Rauðárbakkanum nálægfc Fort Garry, og hann ætlaðist til þess, að Arnór Berg, systur- sonur hans, færi vestur um haf, tii þess að grafa upp þessa peninga og afhenda þá þeim manni, eða monnum, sem með réttu áttu að taka við þeim. — Arnór Berg fór vestur um haf fyrir fjórum eða fimm árum og leitaði hér að hinum hulda fjársjóð, en fann hann ekki, og hætti svo við að leita og hvarf suður í Bandaríki. Eg veit um hvert spor, sem hann hefir stigið frá því, að hann fór af íslandi og þangað til að hann fór úr þessu húsi. — Eg hefi leitað að honum í næstum tvö ár, og hefi farið heim til íslands til þess. Og eg hefi einsett mér að hætta ekki fyr en eg hefi fundið hann, því að eg hefi margt að segja honum viðvíkjandi móðurbróður hans. Og eg get visað honum á fjársjóðinn. En nú vilt þú, án efa, vita, hvernig að eg komst að þessu leyndarmáli.” “Já, gaman hefði eg af að vita um það”, sagði eg, og eg ætlaðist til þess að rödd mín lýsti því, að mér lægi það í léttu rúmi, hvort eg vissi það eða ekki. (Lesarinn mun fara nærri um það, hvort mér hefir tekist að leyna forvitni minni fyrir þessum glöggskygna manni). “Eg skal þá undir eins gjöra grein fyrir því”, sagði herra Island og tók dálitla skrifibók úr vasa sínum, en liann leifc samt ekki í hana strax. “J?að var fyrir rúmum tveimur ár- um, að eg var staddur í smáþorpi nokkru ekki all-langt frá borginni St. Paul í Bandaríkjunum. Eg dvaldi þar nokkura daga og hélt til í gistihúsi (eða hóteli), sem franskur maður, katólskur, réð fyrir. Tók eg eftir því, þá er eg skrifaði nafn mitt í bók þá, er gestir þar rituðu nöfn sín í, að húsráð- andi, sem þá var nærstaddur, horfði á mig nokkura stund, eins og hann sæi eitthvað mjög einkennilegt við mig. Nokk- uru síðar spurði hann mig, hverrar þjóðar eg væri, og sagði eg honum það. Vildi hann vita, hvað lengi eg væri búinn að vera hér í landi, og hvort eg gæti enn talað og lesið móðurmál mitt. Virtist mér sem honum væri mjög ant um að vita ým- islegt um ættland mitt og þjóð mína. — Daginn eftir kom ungur munkur þangað í gistihúsið og gjörði boð fyrir mig. Hann kvaðst koma frá klaustri, sem væri þar skamt frá, og sagði hann að ábóti klaustursins sendi mér kveðju sína og bæði mig að finna sig sem snöggvast, því að hann langaði til að fá upplýsingar hjá mér viðvíkjandi manni nokkrum af sama þjóðflokki og eg, og væri þetta mjög áríðandi. — Eg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.