Syrpa - 01.01.1922, Side 27

Syrpa - 01.01.1922, Side 27
SYRPA brá við skjótt og lagði á stað með hinum unga munk; var hann skrafhreyfinn og sí-brosandi á leiðinni til klaustursins, en þegar þangað kom, varð hann hljóður og alvörugefinn. Hann vísaði mér inn í litla stofu, sem var rétt inn af fordyri klaustursins, og beið eg þar einn nokkra stund, þangað til að ábótinn kom. Ábótinn var maður á efra aldri, gáfulegur og fríður sýnum, meðal-maður á hæð, en holdugur, og þung- lamalegur í öllum hreyfingum. Hann heilsaði mér sérlega alúðlega og sagðist vera mér af hjarta þakklátur fyrir að koma. “Mér er sagc að þú heitir John Island og sért fs- lendingur,” sagði ábótinn, þegar hann var seztur gagnvart mér. “J?etta er í alla staði rétt, æruverðugi faðir”, sagði eg. “Mér er líka sagt, að þú kunnir móðurmál þitt til fullnustu,” sagði hann. “J?að er langt frá því,” sagði eg, “að eg kunni móðurmál mitt til hlítar, en eg get lesið það nokkurn veginn, og eg skil og tala hið daglega mál, eins og það lifir á vörum íslenzkrar alhýðu.” “pað er tunga hverrar þjóðar, sem al- þýðan hennar talar”, sagði ábótinn; “og um nokkurar undan- farnar vikur hefir mig langað til að finna góðan og ráðsettan og þagmælskan mann, sem les og skilur íslenzkt alþýðumál. Sjáífur hefi eg aldrei komist í kynni við neinn íslending, en eg veit, að töluverður ihópur af íslenzku fólki hefir tekið sér bólfestu hér í Minnesota og eins í Canada nú á síðari árum. Lagði eg drög fyrir það nýlega, að eg væri látinn vita, ef fs- lendingur yrði á ferð hér í nágrenninu. Og nú hefir þetta alt að óskum gengið. — Eg vil biðja þig að þýða á ensku bréf, sem eg geymi. Er bréfið skrifað af íslenzkum alþýðumanni fám dögum áður en hann andaðist, og mun það vera stílað til systur hans, sem heima átti á fslandi, þegar bréfið var skrif- að. Sjálfur ihefi eg ekki hina minstu hugmynd um, hvað i bréfinu er; en eg vil biðja þig þess, sé eitthvað það í bréfinu, sem dult á að fara, að geta ekki um það við nokkurn mann, en reyna heldur af öllum mætti, að hjálpa mér til að koma því til skila, og stuðla að því, að það, sem hinn framliðni bið- ur um í bréfinu, sé framkvæmt eins fljótt og mögulegt er”.— “Eg vil gjöra eins og þú biður, æruverðugi faðir,”' sagði eg, “og ekki breyta út af í neinu. Og er eg þér þakklátur fyrir það mikla traust, sem þú ber til mín, ókunnugs manns. En er langt síðan að þessi íslendingur andaðist?” “pað eru nú um fjórtán ár síðan,” svaraði ábótinn og leit beint framan í mig; “og mun hann hafa heitið Berg. Hann dó hér í klaustr- inu, og fám dögum áður skrifaði hann bréfið. Hann afhenti það einum bræðranna, og hét sá Bernard. Og í Bernads vörzl- um var bréfið öll þessi ár, þangað til síðastliðið vor, þann 20. maímánaðar (daginn, sem Bernard dó), að það fanst í klef-

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.