Syrpa - 01.01.1922, Side 28

Syrpa - 01.01.1922, Side 28
26 SYRPA anum hans ásamt frásögn, sem hann hafði sjálfur skrifað stuttu áður og ætlast til að fylgdi bréfinu. En fslendinginn sá eg aldrei, því að eg kom hingað ekki fyr en tíu árum eftir að hann dó.” — “Er frásögn Bernards á ensku ?” spurði eg.— “Nei,” svaraði á'bótinn, “hún er á frakknesku; en eg hefi sjálfur snúið henni á ensku, og væri réttast, að þú læsir hana á undan bréfi íslendingsins, svo þú getur betur áttað þig á ýmsum atriðum, sem kunna að vera í því.” —Og ábótinn rétti mér hina ensku þýðingu á frásögu munksins, og las eg hana með mikilli athygli áður en eg las íslenzka bréfið. Nokkuru síðar sneri eg frásögn munksins á íslenzku, og skal eg nú lesa hana fyrir ykkur. En innihald íslenzka bréfs- ins má eg með engu móti láta ykkur vita, að svo stöddu; enda er það ekki í mínum höndum; það er geymt á vísum stað langt suður í Minnesota.” Og hei’ra Island opnaði li'tlu skrifbókina, sem hann hafði tekið úr vasa sínum, og las fyrir okkur frænku mína hægt og mjög skilmerkilega hina íslenzku þýðingu á frásögn munksins. III. Frásögn Bernards munks. Nóttina fyrir Ambrosiusmessu (4. apr.), árið 1870, var fluttur hingað i klaustrið dauðveikur maður, sem nefndist H. A. Berg, og var sagður að vera skipbrotsmaður íslenzk- ur. Höfðu tveir ungir menn flutt hann á sleða, er Ihundar drógu, alla leið norðan frá Fort Garry í Canada; hét annar þeirra J. Godson (enskumælandi maður), en hinn Louis Vill- on (af frönskum ættum). peir höfðu fengið vonsku-veður og mestu ófærð á leiðinni að norðan, og voru nær dauða en lífi, þá er þeir náðu til klaustursins. í fyrstu hafði ferð-1 inni verið heitið alla leið til borgarinnar St. Paul, en sökum þess, að hinum sjúka manni þyngdi æ meir og meir eftir því sem lengur leið, þá voru engin tiltök að halda lengur áfram með hann í slíku illviðri og annari eins ófærð. Var hann strax og hann kom í klaustrið, lagður í mjúkt og gott rúm í sjúkra-skálanum og honum hjúkrað eftir því sem hægt var. Gaf Bróðir Jean honum strax meðul, sem linuðu þjáningar hans, en hann sá fljótt að sjúkdómurinn var ólæknandi og að maðurinn átti að eins fáa daga eftir ólifað. Varð það mitt hlutskifti, að stunda hinn sjúka mann meiri hluta sólar- hringsins, og gjörði eg það með fúsum vilja og eftir því sem kraftar mínir leyfðu; og hefi eg ekki um neitt að ásaka mig, hvað það snertir. Herra H. A. Berg var fimtíu og níu ára gamall, eða rúm- lega það, því að hann var, eftir því, sem hann sjálfur sagði,

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.