Syrpa - 01.01.1922, Page 31

Syrpa - 01.01.1922, Page 31
SYRPA 29 á lausa miða. Var hann fljótur að skrifa hverja línuna; og þó hann væri ekki skólagenginn, þá skrifaði hann heldur fall- ega hönd, en einkennilega nokkuð, og sýndi hún ljóslega, að hann var vandvirkari en menn alment gjörast nú á dögum. Daginn eftir að þeir Godson og Villon fóru burtu úr ldaustrinu, sagði herra Berg við okkur Bróður Jean: “Hvað haldið þið, góðir bræður, um sjúkleik minn?” “Sjúkdómur þinn er mjög alvarlegur,” svaraði Bróðir Jean. “Heldur þú þá, að dauða minn muni bera brátt að hönd- um?” “Mér virðist, sem stutt muni verða þangað til,” svaraði Bróðir Jean. “pað gleður mig að vita, að þjáningar mínar eru bráðum á enda,” sagði herra Berg, og það var eins og gleðibjarmi breiddist yfir andlit hans. “Hvíldin er þjáðum þægust! — Eg er sáttur við lífið og mennina. Og mér er ekkert að vanbúnaði. ,Eg er til, hve nær sem kallið kemur.” Næsta dag (8. Apr.) var hann með hressara móti, því að hann íhafði sofið heldur vært um nóttina. Bað hann mig um morguninn að ljá sér blek og penna, og gjörði eg það und- ir eins. Sat hann uppi í rúminu, við herðadýnu, í fulla klukkustund og skrifaði af kappi. pað var þá, sem hann byrjaði á bréfi því, er eg læt fylgja þessari frásögn minni. — pann sama dag (eftir hádegið) sagði hann við mig: “Eg geymi leyndarmál nokkurt, sem mig langar til að láta þig vita, því að eg veit að þú ert maður þagmælskur og trúverðugur og þjónar Drotni með ótta”. “Um hvað er leyndarmál þitt?” sagði eg eftir stundar- þögn, og eg hálfpartinn óttaðist að hann mundi láta mig heyra langa játning um einhverja yfirsjón, sem honum hefði orðið á í æsku. “pað er um fjársjóð, sem falinn er í jörðu,” sagði hann og horfði út í bláinn. “Er það stór upphæð?” spurði eg. “pað skiftir nokkurum þúsundum amerískra dala, og er í bankaseðlum (og lítil bankabók að auki), en ekki í gulli og silfri,” “Hvar er fjársjóður sá grafin í jörðu?” “Hann er grafinn á Rauðárbakkanum, nærri gisti'húsi því, er eg dvaldi í, meðan eg var í Fort Garry, í Canada. Og það var eg, sem gróf hann þar í haust, rétt áður en fyrsti snjór kom.” “Af hverju grófstu peningana í jörðu?” spurði eg. “Eg vissi, að eg átti skamt <?ftir óhfað, og eg var hrædd-

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.