Syrpa - 01.01.1922, Qupperneq 31

Syrpa - 01.01.1922, Qupperneq 31
SYRPA 29 á lausa miða. Var hann fljótur að skrifa hverja línuna; og þó hann væri ekki skólagenginn, þá skrifaði hann heldur fall- ega hönd, en einkennilega nokkuð, og sýndi hún ljóslega, að hann var vandvirkari en menn alment gjörast nú á dögum. Daginn eftir að þeir Godson og Villon fóru burtu úr ldaustrinu, sagði herra Berg við okkur Bróður Jean: “Hvað haldið þið, góðir bræður, um sjúkleik minn?” “Sjúkdómur þinn er mjög alvarlegur,” svaraði Bróðir Jean. “Heldur þú þá, að dauða minn muni bera brátt að hönd- um?” “Mér virðist, sem stutt muni verða þangað til,” svaraði Bróðir Jean. “pað gleður mig að vita, að þjáningar mínar eru bráðum á enda,” sagði herra Berg, og það var eins og gleðibjarmi breiddist yfir andlit hans. “Hvíldin er þjáðum þægust! — Eg er sáttur við lífið og mennina. Og mér er ekkert að vanbúnaði. ,Eg er til, hve nær sem kallið kemur.” Næsta dag (8. Apr.) var hann með hressara móti, því að hann íhafði sofið heldur vært um nóttina. Bað hann mig um morguninn að ljá sér blek og penna, og gjörði eg það und- ir eins. Sat hann uppi í rúminu, við herðadýnu, í fulla klukkustund og skrifaði af kappi. pað var þá, sem hann byrjaði á bréfi því, er eg læt fylgja þessari frásögn minni. — pann sama dag (eftir hádegið) sagði hann við mig: “Eg geymi leyndarmál nokkurt, sem mig langar til að láta þig vita, því að eg veit að þú ert maður þagmælskur og trúverðugur og þjónar Drotni með ótta”. “Um hvað er leyndarmál þitt?” sagði eg eftir stundar- þögn, og eg hálfpartinn óttaðist að hann mundi láta mig heyra langa játning um einhverja yfirsjón, sem honum hefði orðið á í æsku. “pað er um fjársjóð, sem falinn er í jörðu,” sagði hann og horfði út í bláinn. “Er það stór upphæð?” spurði eg. “pað skiftir nokkurum þúsundum amerískra dala, og er í bankaseðlum (og lítil bankabók að auki), en ekki í gulli og silfri,” “Hvar er fjársjóður sá grafin í jörðu?” “Hann er grafinn á Rauðárbakkanum, nærri gisti'húsi því, er eg dvaldi í, meðan eg var í Fort Garry, í Canada. Og það var eg, sem gróf hann þar í haust, rétt áður en fyrsti snjór kom.” “Af hverju grófstu peningana í jörðu?” spurði eg. “Eg vissi, að eg átti skamt <?ftir óhfað, og eg var hrædd-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.