Syrpa - 01.01.1922, Side 32

Syrpa - 01.01.1922, Side 32
30 SYRPA ur um, að peningar þessi kynnu að lenda í hendur uppreist- armannanna í Fort Garry. Sjálfur átti eg ekki þá seðla, sem <;g gróf í jörðu. En bankabókina átti eg. — J?að var vinur minn, William Trent að nafni, sem afhenti mér seðl- ana á deyjanda degi, og bað mig að koma þeim til bróður síns, sem heima á í iborginni Brooklyn. — Eg skrifaði í haust all-langt bréf til systur minnar, sem býr norður á íslandi; sagði eg henni, eins ítarlega og eg gat, frá þessum pening- um, hvar þeir væri grafnir í jörð, og hvernig fara ætti að því, að finna þá. Bað eg systur mína, ef Ihún ætti son, að senda hann vestur, þegar hann hefði aldur til, (eða senda einhvern annan trúverðugan mann), og finna bróður William Trents, eða erfingja hans, og fá hann (eða þá) til að fara með sér vestur að Fort Garry til að sækja fjársjóðinn. petta bréf til systur minnar sendi eg með hvítum manni, Smith að nafni, sem fór til St. Paul snemma á jólaföstu í vetur. — Eftir nýárið skrifaði eg annað bréf til systur minnar, og var innihald þess svipað og: hið fyrra. pað bréf sendi eg með Indíána, sem fór til Pembina um miðjan janúarmánuð. — priðja bréfið skrifaði eg til systur minnar fáum dögum áður en eg fór frá Fort' Garry, og tók eg fram á ný öll hin helstu atriði, sem voru í fyrri bréfunum, en bætti því við, aö eg væri að leggja á stað upp á líf og dauða áleiðis til borg- arinnar St. Paul, til þess að finna læknir þar. Og eg gat þess jafnframt, að peningar þeir, sem eg gróf í jörðu í haust, væri enn í sama stað, því að eg hefði ekki vogað að fara með þá með mér, af gildum ástæðum, sem eg tilgreindi. — Fjórða bréfið til systur minnar skrifaði eg hér í klaustr- inu daginn eftir að eg kom. f því bréfi sagði eg, að hér mundi eg deyja. Og bað eg systur mína að sjá til þess, að sá, er hún sendir vestur um haf, fari hér um á leiðinni til Fort Garry og finni þig, Bróðir Bernard, að máli, og fái hjá þér upplýsingar mér viðvíkjandi, og taki við dagbók minni og öðrum skrifuðum blöðum mínu-m, sem þú kant að geyma. Og þessi tvö síðustu bréf bað eg hinn unga mann Godson fyrir, og varst þú' viðstaddur, þá er eg afhenti hon- um þau. — Nú vil eg segja þér, góði Bróðir Bernard, eins ítarlega og eg get, hvar fjársjóðurinn er fólginn, og vildi eg biðja þig að skrifa það á pappír þér til minnis, svo þú get- ir útskýrt það betur fyrir þeim, sem systir mm sendir vest- ur, ef svo færi, að hann skildi ekki til fullnustu það, sem eg tók fram í bréfinu því viðvíkjandi.” “Eg held að ihitt væri mikið betra,” sagði eg eftir nokk- ura umhugsun, “að þú skrifaðir þetta sjálfur á íslenzku, á meðan þú hefir krafta til, og útskýrir það eins vel og þú get-

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.