Syrpa - 01.01.1922, Side 35

Syrpa - 01.01.1922, Side 35
SYRPA 33 seig til viðar, og stafaði geislum frá henni langt á loft upp, Bróðir Jean hélt um hægri hönd hans síðustu augnablikin, sem hann lifðí, en eg hélt á róðukrossi fyrir framan hann. Hann fékk hægt andlát — horfandi á hinn helga kross til hins síðásta. Hann var jarðaður í grafreit klaustursins. Leiðið hans er nr. 173, í D-röð, hægra megin við Miðstíg, þegar gengið er inn í garðinn um suður-hliðið. par er lítil granit-hella; og á henni stendur þetta: “HALFDAN A. BERG (farmað- ur) — fæddur á íslandi 17. marz, 1811 — dáinn 14. apríl, 1870.” Föt hans og það annað, sem hann hafði komið með í klaustrið — og þar á meðal skrifbókin hans — var sent til yfirvaldanna. En eg náði bréfinu, sem hann (hafði síðast skrifað og aldrei lokið við. Eg náði því, án þess að aðrir vissu, og hefi geymt það ávalt síðan eins og helgan dóm. Eg hefi alt af búist við því, að einhver kæmi frá íslandi til að spyrja mig um það. En nú eru full þrettán ár liðin síðan, að þessi merkilegi maður andaðist, og hefir enginn komið til að spyrja mig um hann. Af því dreg eg það, að bréf það, er hann skrifaði hér í klaustrinu þann 5. dag aprílmánaðar, árið 1870, og sendi með Godson, hafi aldrei til skila komist. Eg ætla svo að enda þessa^ frásögn með því, að geta þess, að eg hefi einsett mér að halda áfram að geyma bréf það, sem herra Berg bað mig fyrir. Ef enginn kemur til að spyrja mig um það, þá verður það í mínum vörzlum þang- að til eg dey, sem sjálfsagt verður innan skamms. En eftir dauða minn geta þeir, sem finna það, ásamt þessum línum, gjört við það, sem þeir álíta heppilegast. — Sjálfur veit eg ekki, hvað í bréfinu er; en eg býst við, að það sé eitthvað um fjársjóðinn á Rauðárbakkanum í Fort Garry. Eg þykist vita, að eitthvað sé á mig minst í bréfinu, því að eg sé að nafn mitt er þar, og eins þykist eg sjá, að bréfið sé stílað til systur hans. Gg eg tek eftir því, að ekkert nafn (eða stafir) eru undir bréfi þessu, og er það skiljanlegt, þar sem herra Berg entust ekki kraftar til, að ljúka við það. — Og síðast, en ekki sízt, verð eg að biðja þá, sem lesa þessar línur, að virða mér til vorkunnar, þó eg haldi áfra.m að geyma bréfið. — Hvað annað get eg gjört, en að geyma það? 19. dag Aprílmánaðar, 1883. — Bernard. IV- O’Brian og Godson. pegar herra Island hafði lesið þetta fyrir okkur frænku mína, stakk hann skrifbókinni í brjóstvasa sinn með allra

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.