Syrpa - 01.01.1922, Page 39

Syrpa - 01.01.1922, Page 39
SYRPA 37 þú ætlar að segja Arnóri?” “pað er viðvíkjandi bréfi, sem móðurbróöir hans skrif- aði fám dögum áður en hann dó. “Hefir þú það bréf?” “Nei, það er geymt hjá ábótanum í munka-klaustri nokkru suður í Minnesota. Og í því klaustri dó móður- bróðir Arnórs.” “Hvað heitir ábótinn, með Ieyfi að spyrja, og hvar í Minnesota er klaustrið”? “petta má eg engum segja að svo stöddu,” sagði herra Island. “Fyrirgefðu mér forvitni mína, herra Island,” sagði O’- Brian og augu hans urðu nú enn hvassari en áður; “en má eg vita af hverju þú mátt ekki segja neinum nafn ábótans og nafn klaustursins ?” “Herra O’Brian,” sagði herra Island hægt og stillilega og horfði í augu 0’ Brians, “eg hefi svarið eið á bók, að segja engum nema Arnóri frá því, hvar bréfið er geymt, né heldur hvað í þvi er. Arnóri einum — og engum nema honurn — hefi eg leyfi til að segja það.” “Eg verð að biðja þig, herra Island, að fyrirgefa mér, þó eg láti í ljósi við þig, að mér þykir þetta alt nokkuð á huldu og í mesta máta kynlegt.” “Eg skal útskýra þetta betur fyrir 'þér, herra O’Brian,” sagði herra Island. Og hann sagði O’Brian frá upphafi til enda sömu söguna og hann hafði sagt mér og frænku minni. Og hann las honum frásögn Bernards munks — ekki á íslenzku, heldur á ensku. Las hann vel og skilmerkilega, og heyrði eg á því — eins og á tali hans við O’Brian — að hann var prýðisvel að sér í enskri tungu. “Herra O’Brian,” sagði hann, þegar hann var búinn að lesa frásögn munksins, “eg hefi látið þig heyra þetta af þvá að eg veit, að þú ert góður vinur Arnórs. Og vona eg nú að þú viðurkennir, að það sé honum fyrir bestu, að eg finni hann eins fljótt og mögulegt er. Og veit eg, að þú verður svo góður, að láta mig vita hvar hann á heima — það er að segja, ef þú veizt það.” “Eg veit, hvar hann á heima,” sagði O’Brian; “en því miður má eg ekki, að svo stöddu, láta neinn vita það.” Herra Island varð auðsjáanlega hissa. Hann hafði hreint ekki búist við þessu svari. “Vildir þú nú vera svo góður, herra O’Brian,” sagði hann stillilega, “að segja mér, af hverju þú mátt ekki láta neinn vita um núverandi heim- ilisfang Arnórs Berg?” “pað skal eg gjöra með ánægju, herra Island. Eg hefi

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.