Syrpa - 01.01.1922, Page 41
SYRPA
39
komist að þeirri niðurstöðu, að fjársjóðurinn hafi aldrei ver-
ið grafinn þar í jörðu, sem ibréfið tilgreinir. — Nú vil eg mæl-
ast til þess, herra Island, að þú fáir bréfið, sem ábótinn
geymir, og að við berum svo bréfin saman og vita, hvers við
verðum vísari þá. Og ef við þá, við Iþann samanburð, fá-
um vissu um það, hvar fjársjóðurinn er, að senda undir eins
skeyti til Arnórs og biðja hann að koma norður ásamt ung-
frú Trent, sem í raun og veru á meiri hluta fjársjóðsins.
— Eða hvernig líst þér annars á þetta, herra Island.
“Eg er glaður að geta sagt þér það, herra O’Brian,”
sagði herra Island, “að mér fellur þessi tillaga þín mjög vel
í geð í alla staði. — Eg skal strax í kvöld skrifa ábótanum,
segja honum, hvernig sakir standa, og biðja hann að senda
mér bréfið með pósti og kaupa ábyrgð á það. Skal eg svo
finna þig, undir eins og það er komið í mínar hendur, og
bera það svo saman við bréfið, er þú geymir.”
“petta líkar mér vel, herra Island,” sagði O’Brian, “og
hefi eg engu hér við að bæta nema því, að eg legg það til, að
unglingurinn þarna” (hann benti á mig) “sé viðstaddur, þeg-
ar við berum saman bréfin, og að við komum allir saman í
herberginu hans í skakka-húsinu.”
“Eg er því einnig í alla staði samþykkur,” sagði herra
Island brosandi.
Báðir munu þeir hafa 'haft hugmynd urn það, að eg
mundi ekki hafa neitt á móti Iþessari tillögu — að minsta
kosti var hún samþykt mótmælalaust og án nokkurar at-
hugasemdar.
Stuttu síðar kvaddi herra Island okkur O’Brian og hélt
á stað suður í borgina.
“Sonur minn elskulegur,” sagði O’Brian við mig, þegar
herra Island var farinn, “nú get eg sagt þér það, að eg veit
það loksins með áreiðanlegri vissu, að til eru þó að minsta
kosti tveir sannir menn í heimi þessum; og annar þeirra er
hann þessi þarna, herra Island.”
“En hver er hinn?” spurði eg.
“J?að er eg sjálfur, sonur minn,” sagði O’Brian og brá
hendinni sem snögggvast upp að hökunni. “Og hefði >það
ekki verið vel til fallið, að eg hefði heitið frland? Eða hvað
heldur þú um það?” Og hann klappaði mér á herðarnar
mjög vingjarnlega.
“Sleppum því” sagði eg. “En segðu mér heldur álit
þitt á þessu, sem hann herra Island lét okkur heyra.”
“Eg get ekkert um það sagt, sonur minn, fyr en eg veit
hvað er í bréfinu, sem ábótinn geymir. — En í frásögn
munksins er eitt atriði, sem vekur mjög eftirtekt mína. Og