Syrpa - 01.01.1922, Side 43

Syrpa - 01.01.1922, Side 43
SYRPA 41 Eg sagði að það skyldi ekki 'bregðast. Kvaddi eg hann skömmu síðar og hélt heim til mín. Næsta dag fór eg til vinnu minnar. pegar eg kom heim um kvöldið, tók eg eftir því, að Mabel Cameron var ekki alveg eins glöð í bragði og hún hafði verið nokkurar undanfarandi vikur, og virtist mér hún líta til mín hálf- jróttalega með köflum. Eg spurði hana, hvort hún væri lasin. en hún svaraði mér engu. Liflu siðar spurði frænka min hana hins sama. "Nei, elskan,” sagði hún, “ eg er ekki lasin.” Og hún strauk frænku minni mjúklega um vangann. Eg sá, að augu Mabel flutu í tárum. Frænka mín tók hana í faðm sér og kysti hana. “Hún er enn ekki búin að ná sér til fulls,” sagði fi'ænka mín við mig seinna um kvöldið. Næsta dag fór eg vestur til O’Brians og var kominn þangað á þeirri stund, er hann hafði tiltekið. Lögðum við á stað frá hans húsi, þegar farið var að dimma. — O’Brían hafði yfir sér dökka kápu síða, hafði svartan, barðabreiðan hatt á höfði, og gekk við kvistótta eikistafinn sinn gamla, sem hann hafði haldið á, þegar við rötuðum í æfintýrið kyn- lega í Eimwood. — Við gengum suður Princess-stræti um hríð og fórum nokkuð hratt, því að O’Brian gekk ávalt rösk- lega, þó skakkur væri. Veðrið var svalt og gott þetta kvöld. Eg man, að það var stinn vestan gola, og að tungl- ið óð í skýjum. pegar við komum að William-stræti (nú William Av- enue), héldum við vestur þá götu og komum eftir litla stund að stóru, gömlu og hrörlegu búsi, sem stóð að sunnan-verðu við götuna, spölkorn frá gangstéttinni. Á spjaldi fyrir of- an fram-dyrnar stóð: “Matsölu-hús — matur og húsnæði fyrir þrjá dali um vikuna.” Stafirnir voru sérlega fall- egir og hlutn að vekja eftirtekt fólks. “Ef maturinn hérna er eins ljúffengur og stafirnir þeir árna eru gjörðir,” sagði O’Brian, þegar við komum að hús- inu, “þá er hann ódýr. En sé hann eins lélegur og húsið ósélegt, þá er hann rándýr.” O’Brian barði á dyrnar með hnúunum, því að engin var þar dyrabjalla. öldruð kona kom til dyra. Hún virtist þekkja O’Brian. Hann spurði, hvort Godson væri heima. Hún sagði að hann væri kominn upp í herbergið sitt og mundi vera lasinn. “Gjörðu svo vel að vísa okkur á herbergið hans”, sagði O’Brian. Konan bað okkur að koma inn og ganga upp| á loft, og

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.