Syrpa - 01.01.1922, Síða 45

Syrpa - 01.01.1922, Síða 45
SYRPA 43 “Leita upplýsinga hjá mér?” sagði Godson mjög önug- ur.. “Að hverju ertu að leita?’ ’ “Eg þarf að spyrja þig um mann, sem iþú kyntist dálítið fyrir nokkrum árurm” “J7ú ert þá leynilögregluþjónn,” sagði Godson æstur. “Mig grunaði það strax og þú brauzt inn í herbergið til mín. pað er gamla aðferðin þeirra, leynilögregluþjónanna þetta: að koma inn í hús manna um nætur—koma inn um glugga, eða niður um reykhúfa, eða upp um gólfið, eins og skrattinn. Eg þekki leynilögregluþjón, þegar eg sé hann. Hann ber sín auðkenni skýr og óafmáanleg á enni og á vöngum. Eg hata alla spæjara og sporhunda, og eg hefi stefnt þeim öllum fyrir Drottins dóm. — Nei, eg segi þér það í eitt skiftið fyrir öll, að þú færð aldrei neinar upplýsingar hjá mér, hvorki um mann né hund.” “Vertu rólegur, herra Godson minn góður,” sagði O’Bri- an mjög góðlátlega. “pú hefir mig fyrir rangri sök. Eg get fullvissað þig um það, að eg er ekkert við lögregluna rið- inn, og vona eg að eg þurfi aldrei neitt saman við hana að sælda. En mér og nokkrum vinum mínum ríður það á miklu, að þú segir mér satt og rétt um það, sem eg ætla að spyrja þig viðvíkjandi manni, er þú fluttir frá Fort Garry til munka- klausturs nokkurs í Minnesota vorið 1870. Sá maður var íslendingur, Berg að nafni, og hafði beðið skipbrot nærri mynninu á Nelsonfljóti, haustið 1869.” “Eg veit, hvað þú ert að fara, þorparinn þinn,” sagði Godson enn æstari en áður. “J?ú ætlar að reyna að draga mig inn í þetta óþverra-mál ykkar. pið haldið, að eg og frú Colthart séum á laun að leita að fjársjóð þeim, sem brjálað- ur íslendingur þóttist hafa grafið í jörðu skamt frá skakka- húsinu á Douglas-tanga. — Nei, frú Colthart hefir aldrei trúað því, að þessi fjársjóður hafi nokkurn tíma verið til, nema í ímyndun hins brjálaða manns; og því síður hefi eg trúað því. En frúin hefir reynt alt, sem hún hefir getað, til þess að koma vitinu fyrir systurdóttur sína og fá hana til að segja skilið við þessa grunnhygnu fjársjóðs-leitendur, sem hafa dregið hana með sér út í þessa vitleysu. Fyrir þá sök berið þið kala til frúarinnar; og þið hatið mig af því, að eg er góður vinur hennar.” “Herra Godson,” sagði O’Brian stillilega, “vertu ekki að þreyta þig á því, að segja mér neitt um þátt-töku þína og frú Colthart í þessu máli, því að eg veit um það alt út í yztu æsar. Eg veit, að þú fluttir Berg skipbrotsmann frá Fort Garry til klausturs nokkurs í Minnesota. Eg veit, að hann bað þig fyrir tvö bréf, sem áttu að fara til íslands, og að þau komust
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.