Syrpa - 01.01.1922, Síða 48

Syrpa - 01.01.1922, Síða 48
46 SYRPA V. Síðasta bréf Hálfdanar Arnórssonar Bergs. í klaustri Albans hins helga, í ríkinu Minnesota, í Bandafylkjunum, 'þann 8. dag aprílmánaðar 1870 Systir tnín elskuleg! í einu stuttu sendibréfi, er eg skrifaði þér til fyrir þrem- ur dögum, gat eg þess, að eg hefði verið hingað fluttur, mjög aðfram kominn, nóttina fyrir Ambrósíusarmessu; og bað eg þig að sjá til þess, að sá, er iþú sendir vestur um haf, komi hér við á leið sinni til Fort Garry og fái hér vitneskju um mín hin síðustu afdrif, því að hér læt eg staðar numið fyrir fult og alt; og mun þá stund nú senn að höndum bera, að eg tek hin síðustu andvörp. ,Bað eg ungan mann, Godson að nafni — og að minni hyggju frómlyndan — því skrifi fyrir mig á framfæri að koma. Sömuleiðis bað eg þann hinn sama yngismann fyrir eitt annað bréf lengra, hvert eg ritað hafði nokkuru áður en eg fór frá Fort Garry. Er það mín staðföst trú, að hann hafi sett bæði þessi skrif á pósthúsið’ í bænum St. Paul jafnskjótt og hann þangað kom. Vona eg að utaná- skriftin sé í alla staði rétt; því að þó svo kynni að vera, að þú værir nú flutt af öldunni á Seyðisfirði, þá mundu allir þar um slóðir vita, hvert þú hefðir þaðan farið, og mundu og allir þar kannast við þinn ekta-mann Sigmund Jón Sturluson, hverjum eg hefi á hendur falið öll rriín skrif til þín. Nú er þar til að taka, mín systir, er fyr var frá horfið, að foringi uppreistarmannanna í Rauðárdalnum sendi tvo dánumenn til mín einn dag seint í febrúarmánuði og áttu þeir að frétta um mína líðan og fyrirætlanir. Hvöttu þeir mig mikillega til að fara á fund síns yfirmanns, og sögðu þeir að hann, án als efa, mundi mér liðsinna, ef eg bæði hann ásjár og léti hann vita um mína hagi út í æsar. Kváðu þeir það algjörlega víst, ef hann mig augum liti, að hann mundi láta flytja mig án tafar suður til bæjarins St. Paul í ríkinu Minnesota, svo eg þar gæti fengið læknishjálp og inngöngu í sjúkrahús. En þeir tóku það einnig fram, að eg með engu móti mætti láta neinn 1 gistihiúsi því, er eg átti heima í, um það vita, að eg á uppreistarforingjans fund leitaði. Og álitu þessir dánumenn, að bezt væri, að eg sætti lagi, að fara burt úr húsinu, þegar myrkt væri af nóttu, og skyldi eg reyna að komast í lítinn bjálkakofa, sem stóð um tvö hundruð faðma þar frá, og mundi maður sá, er þar bjó, aka með mig á sleða til foringjans. Fyrir þvínú, að eg var orðinn mjög svo leiður á að vera í gistihúsinu, sökum hins mikla skarkala og ónæðis, sem þar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.