Syrpa - 01.01.1922, Síða 49

Syrpa - 01.01.1922, Síða 49
SYRPA 47 var — og líka fyrir því, að peningar þeir, er eg hafði tekið á traustataki, voru að mestu til iþurðar gengnir — og líka vegna þess, að sú von gjörði við og við vart við sig hjá mér, að, ef eg til lærðra lækna næði, þá mundi eg kannske fá nokk- ura bóta meina minna, — þá réðst eg í það (en með hálfum huga þó), að fylgja ráðum þessara tveggja dánumanna, er til mín voru sendir. Og hina næstu nótt eftir komu þeirra, ætlaði eg að leggja af stað, en treysti mér ekki til þess, þegar til kom. En næsta dag brast í kafaldsbyl, og var með köfl- um alveg glórulaust. Bjó eg mig þá út sem bezt eg gat, tók með mér eina litla skrifbók, er eg hefi lengi átt, og húspost- illu meistara Jóns Vídalíns, og fór út úr gistihúsinu um nón- bilið, svo lítið bar á, og gat með sárustu erfiðismunum náð til bjálkakofans fyrir sunnan. pótti mér stórlega fyrir, að íara þannig burtu úr gistihúsinu með huldu höfði og án þess að kveðja hina frómu kvinnu, Madeleine Vanda, sem mér hafði auðsýnt mikla systurlega hjúkrun og umönnun. En á hinn bóginn var eg ekki húsráðanda um neitt skyldugur, því að eg hafði honum fyrirfram borgað húsnæði og kost til heillar viku. pegar eg kom í bjálkahúsið, var þar fyrir einn roskinn kynblendingur, sem tók mér mæta vel, eins og eg væri hans einka-vinur, og kvaðst hann hafa skipun um, að flytja mig hið skjótasta til síns yfirmanns, hver að biði eftir mér með mikilli óþreyju í víginu Fort Garry. Lét þessi aldraði kyn- blendingur það og ekki lengi bíða, að leggja á stað með mig, og bjó hann um mig með mikilli nákvæmni á eins konar sleða, fyrir hverjum að sex hundar gengu, og vafði hann um mig vísundarhúð og bjarndýrsfeldi. Og eftir á að gizka fjórðung stundar vorum við komnir að varnarvirkinu, og var mér undir eins fylgt þangað, er foringi uppreistarmann- anna hafði sína bækistöð. Foringinn var á bezta aldri, fremur vænn sýnum og vel á sig kominn. Var hans faðir sagður að vera hvítur, en móðirin var af Indíánum komin í sína móðurætt. Hann hafði mjög dökt hár, en augu himinblá og næsta einkennileg. Var eins og ómótstæðilegur töfrakraftur streymdi frá þeim. Og virtist mér, að allir kynblendingar, sem komu í námunda við mann þenna, missa með öllu sjálfstæði sitt, hlýða honum í blindni, og fara að öllu eins og menn þeir, er í svefni ganga. Hann var sérlega velmálifarinn—eg vil segja: mælskur með afbrigðum — en rómurinn þó eins og annarlegur. Ilann brf það með sér, að hann hafði verið til menta settur, og var eins og hann með köflum setti á sig guðræknis-svip. En samt mátti glögglega sjá það á framkomu hans aliri og fasi, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.