Syrpa - 01.01.1922, Side 52

Syrpa - 01.01.1922, Side 52
SÓ SYRPA íslenzku ]?jóð talað. — J>essi hinn ungí, hertekni maður hafðí lengi í skóla verið, og hafði lagt mikla stund á læknisfræði. Gaf hann mér ýmsar góðar ráðleggingar viðvíkjandi krank- leik mínum, sem hann virtist bera á glögg kensl. Og harm- aði hann það stórlega, , að hafa ekki meðul þar hjá sér, til þess að gefa mér. Hann kunni og all-mikið í dönsku, og töl- uðum við á stundum saman á því máli, og var hann þar að mun snjallari en eg, fví að mér hefir jafnan gengið stirðlega að mæla á danska tungu, þó eg skilji hana dável. Og mikið spurði hann mig um húspostillu meistara Jóns Vídalíns, og þýddi eg oftsinnis fyrir hann langa kafla úr þeirri góðu bók. Hlýddi hann á mig hugfanginn, og lét sér það stundum um munn fara, að þannig ættu kennimenn þessara tíma að pré- dika. — Einu sinni spurði hann mig brosandi og í lágum hljóðum, hvað eg héldi að forfeður okkar hefðu til bragðs tekið í hans sporum. Og svaraði eg honum, að þeir mundu hafa kipt járnslánum burt úr glugganum, farið þar út og leitað til skógarins. Sá eg að hann leit til gluggans og brosti, en ekki talaði hann um það frekar. — Vona eg, að hann sé nú sloppinn burtu úr fengelsinu. Finst mér, að ekki geti hjá því farið, að hann eigi fyrir höndum langa og bjarta æfi, því að giftusamlegri yngismann hefi eg aldrei augum litið. Og hefi eg þráfaldlega minst hans í mínum bænum síðan eg við hann skildi. Allan þann tíma, er eg var í víginu, var aldrei um mig spurt af húsráðanda gistihússins, sem eg hafði áður dvalið í. Eða hafi það verið , að hann eða einhver annar hafi spurt um mig, þá var eg ekkert um það látinn vita. pykir mér þó næsta kynlegt, ef hin fróma kvinna, Madeleine Vanda, hefir aldrei eftir mér spurt og hvatt til þess, að leitað væri að mér. — En um hitt er eg fullviss: að minn vesæli förunautur og samvinnari, Daníel Wilde, hefir aldrei um það hirt, hvort til mín fréttist nokkurn tíma eða aldrei. Enda var hann ekki í gistihúsinu, þegar eg þaðan fór, því að hann var þá farinn út í skóg á elgsdýra-veiðar með tveimur kynblendingum, er hann hafði nýlega komist í kynni við. Að lokum lagði eg af stað með þeim Godson og Villon áleiðis til bæjarins St. Paul í ríkinu Minnesota. Lét foringi uppreistarmannanna búa vel um mig á einum sleða, sem mjög haglega var gjörður úr þunnum eiki-skíðum, og fór þar eins vel um mig og framast mátti verða. Sömuleiðis var mér gefinn nýr ullar-fatnaður, gömul en hlý yfirhöfn úr vís- undahúð, og ýmislegt annað, sem eg þurfti til ferðarinnar; og þar að auki var mér fengin (að gjöf) ágæt leður-taska, þó gömul væri, og þótti mér vænt um það. — Kvaddi eg alla, er

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.