Syrpa - 01.01.1922, Síða 53

Syrpa - 01.01.1922, Síða 53
SYRPÁ $i eg hafði kynst í vígvirkinu, og þakkaði þeim fyrir það, sem mér hafði verið þar gott gjört. En mjög angrar það mig, er eg til þess hugsa, að eins vel gefinn og hálærður maður og foringinn er, skuli fara villur vega fyrir sakir tómrar met- orðagirndar og stærilætis. Um hann vil eg segja enn þá aftur, að mér virtist sem honum mundi vera alt vel gefið, er honum var ósjálfrátt. Og framkoma hans gagnvart mér sýnir og sannar, að til voru viðkvæmir strengir í hjarta hans. pað var árla dags, að við lögðum af stað frá Fort Garry, og var veður iheldur gott. En þegar á leið daginn, brast í bráðófært veður með afskaplegu frosti og mikilli snjókomu, og komumst við með naumindum til híbýla tveggja hvítra veiðimanna, um sjötíu mílur enskar fyrir sunnan Fort Garry. Og vorum við þar veðurteptir í þrjá sólarhringa. Á fjórða degi lögðum við enn aftur á stað, og gekk ferðin sérlega skrykkjótt úr því sökum ófærðar og skafrennings. pjáðist eg mikillega á þessu ferðalagi, og versnaði mér dag frá degi, unz eg að lokum afbar enga hreyfingu hljóðalaust. Að síð- ustu náðum við hingað í klaustrið nóttina fyrir Ambrosíus- messu, og var eg þá svo sárþjáður, að eg treysti mér ekki til að halda lengra áfram, og bað eg hina góðu Kristmunka, sem hér búa, að leyfa mér að vera hér þær fáu stundir, sem eg á eftir ólifað. Var mér tekið hér með opnum örmum sannrar gestrisni og mannúðar. Hefi eg verið vel stundaður af ein- um bræðranna, og heitir sá Bernard. Má eg um hann segja: að hann ástundar að finnast sannur mannkærleiksmaður, enda er hann uppalinn i aga og umvöndun til síns hei'ra. — En af mínum tveimur förunautum er það að segja, að þeir héldu áfram til bæjarins St. Paul, eftir að hafa hvílt sig í klaustrinu í tvo daga. Bað eg yngismanninn Godson fyrir tvö bréf til þín, eins og eg áður um gat í þessu mínu skrifi. Systir mín elskuleg, eg tók það fram í mínu síðasta bréfi til þín, að eg hefði ekki—er eg fór frá For tGarry—með mér flutt þá peninga, er vinur minn, William Trent, bað mig á deyjanda degi til skila að koma. Og eru þeir enn þá á þeim stað, er eg þá niður gróf í fyrra haust. Iiefi eg langsamlega um þessa peninga hugsað, og á þá minst í hverju einasta mínu skrifi til þín. — Bað eg þig í þessu síðasta bréfi, að þú legðir mjög ríkt á um það við son þinn, eða þann mann ann- an, er þú sendir vestur, að koma við í þessu klaustri, á leið- inni til Fort Garry, og fá hér upplýsingar mér viðvíkjandi. Hefi eg beðið Bróður Bernard að geyma þessi mín blöð og af- henda þau þeim manni, er frá fslandi kemur til að frétta um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.