Syrpa - 01.01.1922, Page 57

Syrpa - 01.01.1922, Page 57
SYRPA 55 reku til láns og gróf þriggja feta djúpa gryfju, þar sem við höfðum rekið niður síðara staurinn. En það kom fyi'ir ekki. par var engan fjársjóð að finna, ekki einu sinni svo mikið 'sem einn smá-stein. Alt, sem upp kom á rekunni, var ein- ungis bleikur og óblandinn Rauðárdals-leir. — Og gamli O’Brian mokaði svo moldinni aftur ofan í gryfjuna með mikilli vandvirkni, setti grasrótina í samt lag og klappaði kraftalega ofan á með rekunni. “Búið!” sagði hann, tók ofan hattinn og þurkaði svitann af enninu. “þetta leyndarmál um hinn fólgna fjársjóð, er nú loksins dautt og grafið um aldur og æfi. — Amen!” “Nei, það er hreint ekki búið enn,” sagði herra Island brosandi; “við eigum eftir að finna fjársjóðinn.” “Og með hvaða hætti má það verða?” sagði O’Brian. “Við verðum að fylgja því út í yztu æsar, sem bréfið fyrirskipar.” “pað veit trúa mín,” sagði O’Brian, “að eg hefi reynt til að fylgja því eins bókstaflega og framast má verða.” “En við byrjuðum skakt.” “Við hvað áttu, herra Island?” sagði O’Brian og brýndi raustina ofurlítið. “Við höfum enn ekki fundið Madeleine Vanda.’ ’ “Eg leitaði að henni í heilt ár,” sagði O’Brian. “Og fanst hana að lokum.” “Já, eg fann hana að lokum. Og hún sagði mér alt, sem hún vissi um þetta mál. En það var harla lítið. Hún mundi að vísu eftir Berg skipbrotsmanni; hún mundi að hann hvarf úr gistihúsinu einn dag, þegar úti var blindbylur, og hún heyrði hans aldrei getið eftir það. Hún sagði mér nafnið á gistihúsinu og nafn gestgjafans — og ber hennar sögu, hvað það snertir, vel heima við síðasta bréf skipbrotsmannsins. En—hún hefir ekki hina allra minstu hugmynd um hinn fólgna fjársjóð, eins og líka einu gildir. f einu ber sögu hennar ekki saman við bréf skipbrotsmannsins, og það er viðvíkjandi burtför hans úr gistihúsinu. Hún segir, að það hafi verið seint í Marz, en hann, að það hafi verið í Febrúar.” “petta er alt gott og blessað,” sagði herra Island. “En þú hefir aldrei beðið konu þessa að koma hingað með þér og sýna þér húsið.” “Nei,” sagði O’Brian eftir dálitla umhugsun, “eg hefi aldrei beðið hana að koma hingað með mér og sýna mér húsið.” “En í síðasta bréfi sínu leggur herra Berg mikla áherzlu á það, að Madeleine Vanda sé látin vísa á húsið — sé fengin

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.