Syrpa - 01.01.1922, Qupperneq 59

Syrpa - 01.01.1922, Qupperneq 59
SYRPA 57 stofu, sem þeir Jesse hinn einhenti og Robert á tréfætinum flugust á heila nótt.” “Út af hverju flugust þeir á?” spurði eg. “pað var út af litlu efni,” sagði Madeleine Vanda. ”peir voru kynblendingar, og þeir voru frændur og góðir vinir, nafntogaðir veiðimenn, jötnar að vexti og rammir að afli. peir komu hingað eitt kvöld um haust, eftir að hafa verið á elgsdýraveiðum langt norður í óbygðum. peim þótti gott í staupinu og settust því að drykkju strax og þeir komu hing- að í gistihúsið. Og með því að vínið var sterkt, og af því að þeir drukku það frernur ört, þá sveif það býsna fljótt á þá, og tóku þeir brátt til að þrátta um það, hvort væri stærra: sólin eða tunglið. Sagði Jesse að tunglið væri sýnu stærra en sólin, en Robert kvað sólina vera minni en tunglið. Og þó báðir væru í raun og veru á sama máli—en auðvitað samt báðir skakkir—þá þrættu þeir um þetta með svo miklum eld- móði, að þeir fóru í áflog út af því. Barst leikurinn hingað uipp á loftið og inn í þetta herbergi. Var hurðinni þá skelt aftur á eftir þeim, og henni lokað að utan. En frændurnir flugust á alla nóttina og lék húsið á reiðiskjálfi alt til dags. — Enginn vildi fara inn í herbergið til þeirra fyr en um dag- mál, að gestgjafinn opnaði dyrnar og leit þar inn.” “Og hvað sá hann?” spurði eg. “Hann sá tvo iðrunarfulla syndara liggja á flatsæng á miðju gólfinu. Og heyrði hann, að þeir þuldu bænir á Cree- máli.” “Og svo hafa þeir verið örkumlaðir menn upp frá því?” sagði O’Brian. “Já, alveg eins og áður, en hvorki meira né minna,” sagði Madeleine Vanda. “Samt var nokkur breyting á orðin, og hún var sú: að nú var Robert orðinn einhentur og Jesse kominn á tréfótinn; en áður var það Jesse, sem var einhentur, og Robert, sem gekk á tréfætinum.” “Hvernig atvikaðist þetta?” spurði O’Brian og klóraði sér ofurlítið á hökunni. “pað var alt undur eðlilegt,” sagði Madeleine Vanda og brosti, því að þegar frændurnir sættust um morguninn, þá skiftust þeir nöfnum við — gáfu nefnilega hvor öðrum skírn- arnafn sitt til ævarandi eignar — eins og tíðkast hefir hjá sumum ættkvíslum Indíána, þegar komið er á sáttum milli tveggja kappa, er lengi hafa borist á banaspjótum.—En mér er þessi atburður minnisstæður sérstaklega af þeirri ástæðu, að þessa sömu nótt, er frændurnir flugust á, kom hér fyrir dálítið annað atvik, sem þótti nokkuð kynlegt og lengi var í minnum haft.”
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.