Syrpa - 01.01.1922, Blaðsíða 60

Syrpa - 01.01.1922, Blaðsíða 60
58 SYRPA “Æ, segðu okkur frá því!” sagði eg og brann af forvitni. “pið hafið sjálfsagt heyrt getið um hann Stóra-Úlf, Indíána. kappann mikla,” sagði Madeleine Vanda. “Hann var höfðingi Assiniboine-ættkvíslarinnar og góður vinur Cree-manna þeirra, er bjuggu á sléttunni fyrir vestan. Einu sinni um hásumar, þegar hann var rúmlega tvítugur að aldri, fór hann suður til Dakota til að finna frænda sinn, sem var höfðingi Indíána, er bjuggu meðfram á þeirri, er fellur í Rauðá hjá víginu Pembina; voru þeir af Sioux-ættinni og ná- skyldir Assiniboine-mönnum. Höfðingi Dakota-manna átti dóttur eina forkunnar-fríða, og hét hún Sóley. Hún var á líkum aldri og Stóri-Úlfur, og höfðu þau ekki fyr sést en að þau fengu brennandi ást hvort á öðru. Og þegar Stóri- Úlfur var í þann veginn að leggja á stað heim aftur til Can- ada, bað hann frænda sinn að gefa sér Sóley fyrir konu. En frændi hans aftók það með öllu, og bar það fyrir, að þau væru alt of skyld til þess að vera hjón. Hinn ungi ástfangni mað- ur lét sem hann tæki þessu eins og öðru mótlæti, er ekki yrði afstýrt. Kvaddi hann því næst frændfólk sitt og fór leiðar sinnar. En nokkru eftir að hann lagði á stað, tóku menn eftir því, að Sóley var horfin, og þar að auki bezti hesturinn, sem faðir hennar átti. Og þóttust menn vita, að hún hefði strokið með Stóra-Úlfi og ætlaði að verða konan hans. — En Sóley átti bræður tvo, er komnir voru fast að þrítug\i, allra mestu afburðamenn að hreysti og hugprýði. Og létu þeir ekki lengi bíða, að veita systur sinni og unnusta hennar eftirför. Höfðu þeir sína tvo gæðingana hvor til reiðar, og riðu alt hvað af tók norður á Manitoba-sléttur. För þeirra var samt árangurslaus í það sinn, því að í sama bili og þeir drógu þau uppi, korn þar að all-mikil sveit af mönnum Stóra- Úlfs honum til hjálpar, og urðu bræðurnir að hverfa heim aftur við svo búið, og þótti þeim það þungt. — En um haustið, þá er Stóri-Úlfur og kappar hans fóru á vísundaveiðar vestur á sléttur, komu bræður Sóleyjar um hánótt og fluttu hana á burt meö sér. Að kvöldi næsta dags náðu þau hingað í gisti- húsið, og var Sóley þá mjög veik. Hún var strax látin hátta ofan í rúm í herberginu litla, sem er hérna hinum megin við ganginn, og var þar að eins einn gluggi og hann svo lítill, að ekkert tveggja ára gamalt barn hefði komist út um hann, þó hann hefði verið opinn. Bræður Sóleyjar fóru aldrei frá dyrunum á þessu herbergi alla nóttina, því að þeir láu á vís- undahúðum i ganginum fyrir framan dyrnar og borðuðu þar nestið sitt.—Og einmitt þetta sama kvöld komu þeir Jesse og Robert í gistihúsið og flugust á alla liðlanga nóttina, eins og eg gat um áðan.—í dögun um morguninn ætluðu bræður Sól-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.