Syrpa - 01.01.1922, Page 67

Syrpa - 01.01.1922, Page 67
SYRPA 65 Mabel var að grafa í vor. — En nú vil eg ekki hreyfa neitt við þessu, fyr en þau Arnór og Edna Trent geta verið við- stödd og tekið á móti fénu, um leið og það er tekið úr mold- inni. pau verða hingað komin innan þriggja sólarhringa, að öllu forfalalausu. Og skulum við þá öll, sem hér erum nú, koma saman á ný á þessum stað, og vera vottar að þeim stór- merkilega atburði: að fjársjóðurinn finst. Við gjörðum öll góðan róm að þessari tillögu. — Síðan héldu þeir O’Brian og herra Island vestur í borgina, en frænka mín og eg fórum inn í húsið og töluðum um þetta fram og aftur langa stund. Um kvöldið sendi O’Brian hraðskeyti suður til Minnea- polis. Og daginn eftir var lögmaður einn í Winnipeg að út- búa kaupbréf (deed), sem sýndi, að O'Brian var orðinn eig- andi að skakka-húsinu og lóðinni, sem það stóð á. Hafði hann borgað níu hundruð og fimtíu dali fyrir það út í hönd, og þótti það góð kaup. premur dögum þar á eftir, komu þau Arnór og Edna Trent til Winnipeg. Og lét O’Brian ekki bíða, að láta herra Island vita um það; og komu þeir, ásamt Arnóri og Ednu, í skakka-húsið stundu eftir hádegi, þann 28. dag októbermán- aðar. Fór eg og frænka mín undir eins með þeim ofan í kjallarann, sem kallaður var, og var strax tekið til að grafa inn undir norðvestur-hornið á húsinu. Og var það O’Brian, sem hafði mest fyrir því, en við hin stóðum í röð, eins nærri og hægt var, og horfðum með mestu athygli á hverja einustu hreyfingu hans. Og hvað sjálfan mig snerti, þá get eg sagt það, að eg stóð bókstaflega á öndinni, á meðan á því verki stóð. — En aðal verkið var í því fólgið, að ná út steini þeim, sem Mabel Cameron var byrjuð að losa. Og undir eins og steinninn var laus, og búið var að velta honum fram á gólfið, þá kom tinkrús Hálfdanar skipbrotsmanns í ljós. Hlún var vestan megin við steininn, og þétt við hann, og um hálft þriðja fet fyrir neðan aurstokka hússins. — Tinkrúsin vai; lítil og ferköntuð með loki á, og var lokið fest á með lakki og vel frá því gengið; og utan um var vafið eltiskinns-bót, og hafði eitthvað verið skrifað á hana, en það var svo máð, að ekki var hægt að lesa það. O’Brian rétti Arnóri krúsina undir eins og hann var bú- inn að ná eltiskinnns-pjötlunni utan af henni. Arnór braut lakkið af með litlum pennahníf, tók mjög gætilega lokið af krúsinni og rétti hana svo að Ednu. Og við ihorfðum öll þegjandi og næstum lotningarfull á þessa athöfn alla, sem i okkar augum var verulega hátíðleg og merkileg. Og Edna Trent tók úr krúsinni ofurlítinn ströngul, og

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.