Syrpa - 01.01.1922, Blaðsíða 70

Syrpa - 01.01.1922, Blaðsíða 70
68 SYRPA þá fimm hundruð dali, sem Madeleine Vanda átti að fá, og allan kostnað i sambandi við það,. að ná út þeim peningum, er bankabók Hálfdanar ávísaði. — O’Brian fékk lögfræðing einn í lið með sér til að ná út peningum Arnórs, og gekk það alt bæði fljótt og vel, og var því öllu lokið nokkru fyrir jól. Og voru þau Arnór og Edna búin að koma öllum sínum pen- ingum á banka í Minneapolis daginn fyrir aðfangadag jóla 1886. Og hefðu þau mátt ráða, þá hefði fullur helmingur þessara peninga farið til okkar þriggja: O’Brians, herra Islands og mín. En þeir herra Island og O’Brian tóku það skýlaust fram, daginn, sem fjársjóðurinn fanst, að það mætti aldrei nokkurn tíma bjóða þeim neitt af þessu fé, því að þeir mætíu ekkert af því þiggja, hvorki sem gjöf né laun. En vináttu þeira Ajrnórs og Ednu kváðust þeir glaðir þiggja — Affcur á móti tók eg oft og einatt við stórum gjöfum frá Arn- ári og Ednu. Frænka mín fékk tvö hundruð dali í jólagjöf frá Al'nóri. Og Edna sendi Mabel Cameron tvöhundruð dali í janúarmánuði 1887. Ef til vill hefir hún l'íka sent móður- systur sinni, henni frú Colthart, stóra peninga-gjöf, þó eg yrði þess ekki var. Og það er áreiðanlegt, að peningar þeirra Arnórs og Ednu glöddu margan fátækan bæði fyr og síðar. — Arnór stundaði nám við háskólann í Minnesota af mesta kappi, og útskrifaðist sem læknir vorið 1888. Skömmu síðar voru þau, Edna og hann, gefin saman í hjónaband. Og þá um sumarið fluttust þau til Brooklyn og settust þar að fyrir fult og alt. Komst hann þar brátt í gott álit sem læknir, því að hann stundaði starf sifct með miklum áhuga og samvizku- semi. Hepnaðist honum oft sérlega vel að lækna taugasjúk- dóma, og mátti heita, að hann væri sérfræðingur í þeirri grein. Hann var sérstaklega góður við alla, sem fátækir voru og bágt áttu. Systur sinni sendi hann heim peninga árlega. Og öllum vildi hann gott gjöra. — Edna varð bú- sýslu-kona hin mesta, en um leið gestrisin og góðgjörðasöm. Og var samlíf þeirra hjóna hið elskuverðasta, sem hugsast gat. Heimili þeirra var mjög skemtilegt og á góðum stað í borginni, þar sem útsýni var fagurt og tilkomumikið. par dvaldi eg tvívegis í góðu yfirlæti — tveggja mánaða tíma í hvort sinn — og hefi eg aldrei átt betri daga. —Sumarið 1912 dó Arnór sviplega mjög úr hjartabilun. En Edna er enn á lífi (í Feb. 1921). pau eignuðust fjögur börn: tvo sonu og tvær dætur, og eru þau nú öll uppkomin, öll gift, vel metin og í góðum efnum. — Eg vil geta þess hér, að þau Arnór og Edna gáfu mér fult leyfi, haustið 1909, til þess að skrifa um leit þeirra eftir fjársjóðnum, og gáfu þau mér til ævarandi eignar bréfin tvö, sem Hálfdan skrifaði, og eins dagbókina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.