Syrpa - 01.01.1922, Side 73
SYRPÁ 71
herbergin uppi á loftinu, meðan Sólrún bjó 'þar. En þegar
hún fór burt úr húsinu alfarin, var hætt að verzla þar. Tók
þá trésmiður, Williamson að nafni, alt húsið á leigu. Hafði
uann smíðastofu sína niðri og bjó uppi á loftinu. En árið
1905 seldi O’Brian húsið og lóðina og græddi stór-fé á þeirri
sölu. pá var þetta gamla, afskekta, skakka hús rifið niður
til grunna, og önnur veglegri bygging sett þar upp í stað-
inn.------------
Um Björn (borðmann Sólrúnar) hefi eg það að segja:
að hann var einn þeirra manna, sem lögðu á stað í gull-leitina
—til Yukon—í marzmánuði 1898. ]?ótti hann maður með
mönnum í þeirri ferð. Bjargaði hann tveimur mönnum úr
snjóflóði í Chilcot-klifi, en var sjálfur næstum druknaður í
La Barge-vatni. Komst hann loksins til Dawson-bæjar, og
vann þar við námugröft og skógarhögg í tvö ár. Var hann
ekkert ríkari, þegar hann kom aftur til Winnipeg, en þegar
hann fór. Sagði O’Brian honum þá, að hann hefði farið of
langt tii að leita gullsins, því að bezta og auðugasta gullnám-
an væri hérna í Manitoba, á sjálfri gras-sléttunni. Alt, sem
gjöra þyrfti, væri það, að plægja jörðina og sá í hana hveiti-
korni, og myndi þá gullið fljótt koma í lófa manns. — Björn
brá við skjótt, nam gott akuryrkjuland langt úti á sléttunni,
plægði og sáði og uppskar, og plægði og sáði aftur. Svo
kvæntist hann, eignaðist sonu og dætur og kom þeim til
menta. Hann keypti stóra spildu af bezta hveiti-landi, varð
stór-bóndi, og mikils metinn, og hann komst að því að lokum,
að hann hafði fundið auðuga gullnámu—hafði fundið liinn
lolgna fjársjóð, er náttúran ætlar hverjum ungum manni, sem
hefir hug og dug til að leita hans réttilega.----------
Herra Island (eða Jón Jónsson, eða hvað hann hét), sem
kallaður var íslendingurinn gangandi. fór burtu úr Winnipeg
stuttu eftir að fjársjóðurinn fanst. Tveimur árum síðar var
hann á ferð í Oregon og California, og var sagt, að hann
hefði farið fótgangandi yfir Klettafjöll. — ólíkur var hann
í flestum Gyðingnum gangandi, að minsta kosti þeim gang-
andi Gyðing, sem Eugene Sue (hinn frakkneski) ritar um.
Iívar sem sá Gyðingur steig fæti sínum, sást krossmark (f)
eftir sjö nagla í sólunum á skóm hans. Og fylgdi honum
jafnan óáran, hungursneyð, drepsótt og ógæfa. — En íslend-
ingnum gangandi var öðruvsi farið. Hvar sem hans fótaför
lágu, þá spruttu þar upp hin fegurstu og sætustu blóm.
Hann flutti með sér ljós og yl; og öllum varð það til ham-
ingju og ánægju, að kynnast honum. — Hann var borgari
Bandaríkjanna og var lengst af á ferð um Ný-Englands ríkin,
og mun hafa átt heima í Boston. Hann sást suður á Kúba,