Syrpa - 01.01.1922, Side 75

Syrpa - 01.01.1922, Side 75
SYRPÁ Codson fói* áustur til Toronto, veturínn 1887, og vann þar í leikhúsi um hríð. Hann var, að sögn, verulegur snill- ingur í því, að útbúa leiksvið, raða leiktjöldum og æfa leik- endur. Hann dó rétt fyrir aldamótin. Sonur hans ólst upp hjá móður sinni í Fort Rouge; var hann heilsutæpur alla æfi og dó um þrítugt. Að síðustu vil cg geta þess, að eg kvæntist vorið 1887. Stúlkan, sem eg sá svo oft á skautum, varð að lokum konan mín. En um tilhugalíf okkar er mér ekki leyft að tala. Konunni þykir að eg hafa sagt nóg um $ig í II. þætti þessarar sögu, þó eg fari nú ekki að tína til öll þau atvik, sem að því láu, að við urðum hjón. Hún segir, eins og satt er, að þetta sé saga um fólginn fjársjóð, sem fanst að lokum, en hreint ekki nein ástasaga. Og hefi eg ávalt haft þetta í huga síðan eg byrjaði á þriðja þættinum. Eg læt mér því nægja að segja: að við (konan mín og eg) höfum átt heima á ýmsum stöðum í VesturCanada, að okkur hefir jafnan liðið vel, að við höfum alt af verið ánægð, og að Bessi tengdafaðir minn, er nú búinn að vera hjá okkur í full átta ár. Nú eigum við heima skamt frá hinni fögru Winni- peg-borg, og erum hjá—börnunum okkar. Og lýkur hér sögunni. Lesari góður! Af öllu hjarta þakka eg þér fyrir stöð- uga athygli og hlýtt hugarþel. Hér er nú hönd mín. Eg kveð þig—að líkindum í síðasta sinn. — E N D I R. —

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.