Syrpa - 01.01.1922, Page 83

Syrpa - 01.01.1922, Page 83
SYRPA 81 viö Clyde og þar meö hófst öld seglskipanna stóru, sem skriöu á 13 dögum og 9 stundum frá Sandy Hook til Liverpool. En hún stóð ekki lengi, þvi eimskipin tóku fljótt viö af þeim. Árið 1833 rann eimskipið Royal William frá Quebec til Lund- úna' yfir Atlantshaf; og fimm árurn síöar var Regnboginn geröur, hiö fyrsta eimskip úr járni, og enn ári síöar, 1839, var Archimedes hleypt af stokkunum, fyrsta skrúfueimskipi. Nú eru skip gerð úr steinsteypu og horfur eru á, aö þau útrými járnskipum, eins og járnskip hafa útrýmt tréskipunum, nema fyr leggi sæleiöii; af fyrir manna og farmflutningi i loftskipum og loftskíöum. Ekki er þaö fortakandi. Jafnframt þessum stórkostlegu umbótum í skipagerð hefir sjómönnum veriö fengið æ betri og vandaöri áhöld og landabréf til ]>ess að rata leið sína og komast hjá flesjum og forgöröum klak- laust til hafnar. Ganghraöamælir Kólumbusar, hollenzki loggnr- inn, þokaöi fyrir almenna loggnum, meö logglínu. Loggur sá er þríhyrntur trékubbur, hlaðinn svo með blýi, aö mari í sjó upprétt- ur; með götum í tveim hornum til aö festa logglínuna viö hann. Ionum var skipt með alla vega litum pjötlum, er bundnar eru í hann, i parta, hver'þeirra 1/120. hluti úr sjómílu. Þegar gang- hraöinn var tekinn, þá var loggnum fleygt fyrir borö og lá þegar kyrr í sjónum sakir dráttmótstööu sjávarins. Annar stóð hjá meö %-mínútu stundaglas í hendinni, ogsneri glasinu til aö láta sandinn renna um leiö og fyrsta pjatlan rann út yfir borðstokkinn, og sagöi þá tala útrunnra hnúta til mílnagangs skipsins á klukkustund, með j)vi aö hvorttveggju, mílu og tíma, var skift í jafn marga (120.) parta. Verkfæri þetta er ónákvæmt. 1802 fann Edward Massey upp skrúfulogginn. Þaö er nútízkuloggurinn og til í margvísleg- um tegundum. Skrúfuhreyfingin er færö á skifuvísi, sem sýnir mílnatöluna, sem skipið fer. Loggurinn er hengdur aftan í skipið og siglt með hann lengur eða skemur eftir vild. Hæðarmæling sólar eöa stjarna á sjó var erfið og ónákvæm alt fram á 18. öld, því annað tveggja varð maður að hafa lóðlínu til að gæta þess, aö mælingarverkfærið stæði lóörétt, eöa þá að trey.na að gera tvent í senn, líta eftir því og taka mælinguna. Á því réöst bót meö sextantinum, er John Hadley, tölvísisfræðingur enskur, fann upp 1731. Þaö er enginn vandi aö brúka sextantinn. Eina er að stilla eöa snúa spegli á honum svo aö hann slái mynd af stjörnu þeirri, er maður vill athuga, niöur í sjónbauginn, um leiö segir sextantinn til hæðarinnar. < Það var fram eftir öllum öldum ofurefli sjómanna að finna lengd sína eða fjarlægð sina austur eöa vestur af gefnum stað eða hádegisbaugi. Þeir gátu það ekki, fyr en þeim hugkvæmdist að þeir gætu vitað hana hægast, af tíma-mismuninum milli staðanna. Þeir tóku þá að hafa með sér úr, er sýndi timann þess staðar, sem þeir vildu miða sig við ft.a.m. Greenwich eða Parisar). Tími skipsins, sem á siglingu er, breytist einlægt eftir hraða þess, og hvort siglt er með eða móti sól, en sjómönnum er innan handar að finna hann meö þvi að taka hæð sólar eöa stjörnu. Sá tími er

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.