Vekjarinn - 01.10.1904, Page 32

Vekjarinn - 01.10.1904, Page 32
32 meðfæri. Blessaður kærðu þig ekki um hana. — Þú ert boðinn og velkominn í brúðkaupið. þinn einl. Hermann. Hólmi 20. október 1907. Kæra Anna! Elsku vinstúlka og systir i Drottni! Það er því miður allt satt, Anna mín, sem þú heflr frjett um Margrjetu og Hermann. Hann fór nærri strax úr bindindinu, og guðrækni hans er ekki annað en hræsni, og það sorglegasta er, að Margrjet er allt of auðsveip honum. í brúðkaup þeirra er boðin öll „fínasta" Ijettúðin og tildrið i Reykjavik, en Jesús er víst ekki í tölu boðsgestanna. Jeg hefi marg- -aðvarað hana, en það kemur fyrir ekkert. — Mjer er sagt, að hún sje reið við mig, af því að jeg kem ekki i brúðkaupið, og það þykir unnusta hennar líklega ekki miður. Þvi að hann sá, að jeg las hann niður í kjölinn. Guðs börnum í Reykjavík og eins i kringum Stóru Reyki þykir sorglegt, að Margrjet skyldi gangá þessa götu; hún var svo efnileg og áhugamikil; en aptur glotta spjátrungarnir og mótstöðumenn Drott- ins háðslega, jeg sá það í vor í Reykjavík. Unn- usti Margrjetar hafði stundum með sjer ungan kaup- mann, Grím Björnsson, sem var reglulegt heimsbarn eins og Hermann. Hann var einstaklega alúðlegur við mig; heflr líklega hugsað, að jeg væri t kki

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.