Vekjarinn - 01.10.1904, Qupperneq 46

Vekjarinn - 01.10.1904, Qupperneq 46
46 mjor daglega. Hún biður hjartanlega að heilsa þjer. Þin einlæg vinstúlka María. Reykjavik 15. júlí 1912. Fröken María Magnúsdóttir! Þjer hafið i morgun skrifað mjer alúðlegt brjef, þar sem þjer biðjið mig að fyrirgefa það. sem þjer sögðuð um mig í brjefi til vinkonu yðar fyrir nokkr- um árum. Jeg ber ekki á móti þvi, að þau orð særðu mig þá talsvert. Jeg var svo hræddur um, að fleiri trúaðir menn mundu einnig telja apturhvaif mitt hræsni og hefi þvi farið optar einförum með trú mína, en jeg hefði ef til vill annars gjört. Það er sök sjer og reyndar ekki nema eðlilegt, að van- trúaðir menn misskilji ma.nn í þeim efnum, en hitt er erfiðara, þegai’ byrjendur í trúnni mæta tortryggni þar, sem þeir þyrftu að finna stuðning og bróður- hönd. Jeg er hræddur um, að sumum trúuðum mönnum hætti til að vera nokkuð fljótir á sjer i þessum efnum, en það er tjón fyrir málefni Drott- ins. — Jeg ersamt ekkert reiður við yður, og þakka yðnr innilega fyrir brjefið. Það voru orðin yðar, sem fyrst komu mjer til að hugsa aivarlega um andleg efni, og það fæ jeg aldrei fullþakkað. Jeg veit að Guð gleymir þeim ekki, sem leiðbeina öðr- um til hans. Drottinn blessi yður. Með mikilli virðingu Grímur Björnsson. Reykjavik 14. ágúst 1912. Elsku Anna mín 1 Skyldir þú geta get.ið upp á frjettunum, sem jeg ætla að segja þjer núna? — Við Grímur erum trúlofuð. Jeg þakka góðum Guði fyrir, að hann

x

Vekjarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.