Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 7
TENGDADÓTTIRIN. 3 yður tvisvar sinnum, én í hvorugt skiftið vor- uð þér heima. Og mér hefur aldrei fyr verið jafnmikil þörf á yðar góðu ráðuin og í dag.« íMér þykir ákaflega leitt, kæra greifafrú, að að eg hef orðið að láta yður bíða eftir mér,« sagði presturinn um Ieið og hann fylgdi greifa- frúnni eftir inn í höllina. »Strax og eg kom heim, lagði eg af stað hingað. -- Og nú er eg reiðubúinn til þess að veita yður alla þá hjálp, sem mér er unt. Greifafrúin settist sjálf í hægindastól og benti prestinum að setjast. »Lesið þér þetta sjálfur,« sagði hún og rétti prestinum samanbrotið bréf. »Lesið þér það upphátt, því þá trúi eg, ef til vill, því ótrúlega. Aldrei hefði eg trúað því að einkasonur minn gerði mér slíka sorg!« »Giinther greifi,« sagði prestur og vottaði um leið fyrir háðbrosi á góðmannlega andlitinu hans. »Hefur hann nú ennþá einu sinni vald- ið yður hugarangri? Ætlar hann nú að fara að veiða Ijón í Afríku eða hefur hann lagt af stað í vísindarannsóknir til Mið-Asíu?« Greifafrúin hristi örvæntingarfull höfuðið. »Eg vildi óska, að það væri ekki annað en þetta vanalega eirðarleysi hans og afkára hátta- lag. En þetta er miklu verra. Pað er hræði- legt og ómögulegt að bæta það. En lesið þér nú bréfið, herra prestur.« Regar presturinn hafði fengið þessa skipun tók hann að lesa bréfið og hljóðaði það þannig: »Elskulega móðir! Þegar eg var Iítill drengur, þótti mér ávalt mikið koma til sögunnar um glataða soninn. Pað er ætlun mín, að eg hefði gætt mín betur fyrir freistingum þessa heims, ef eg hefði ekki hlakkað til eftir hverja hrösun að öðlast fyrirgefning þína. En nú í síðasta sinn verð eg að reyna umburðarlyndi þitt. Glataði sonurinn snýr nú heim til hallar feðra sinna, en hann kemur ekki í sundurrifnum fatagörmum, eins og hann á vanda til, held- ur kemur hann skrýddur brúðgumaklæðum — og með konu sfna með sér. Nú hef eg skriftað hina stóru synd. Fyrirgefðu mér ræktarleysið, sem lýsir sér í þessum gerðum mínum, að eg skuli ekki koma til þín fyr en eftir brúðkaupið, til þess að fá leyfi þitt til kvonfangsins. En mín skoðun er, að þau málefni séu til, að maður skuli ekki spyrja aðra ráða en sjálfan- sig —og þess utan er eg öðruvísi en aðrir menn. Eg vildi hlífa henni Margrétu minni elskulegri við því að vita mig ganga sem beiningamann meðal kunningja minna. Hún er aðeins seytján ára gömul — dóttir kaupmannsekkju Treutler. sem á mjög fagran búgarð í grend við höfuð- borgina. Eg kyntist henni meðan eg var í her- þjónustunni. — Margrét Treutler, sém innan fárra klukkustunda verður greifafrú Randau, er ekki af aðalsættum en dóttir auðugs kaupmanns. En það stendur mér alveg á sama um. Eg vænti þess þvert á móti, að þetta kvonfang hafi heillarík áhrif á niðja vora, og að borg- arablóðið, sem nú í margar aldir hefur verið útilokað frá ætt okkar, veiti henni bæði meiri siðferðisþroska og gáfur. — Við væntum þess að koma til »WoIsau« sama dag og þú færð bréfið. Viltu gera mér þann greiða að senda vagn til járnbrautarstöðvanna ld. 4,io? Margrét sendir þér lotningarfulla kveðju. í huganum kyssi eg þitt kæra andlit og von- ast til að bráðum fái eg að kyssa þig sjálfa. Rinn einlægur Gtinther.« »Hvað segið þér nú?« sagði greifafrúin, er presturinn hafði lokið Iestri bréfsins. '»Ef þetta er ekki léttúð, þá veit eg ekki hvað léttúð er.« Presturinn braut bréfið gætilega saman og það leið dálítil stund áður en hann svaraði. »Sonur yðar hefur gerst mjög skjótráður, náðuga greifafrú, og skýrir frá þessu á undar- legan hátt,« sagði hann loks. »Manni verður ekki ljóst við lestur bréfsins, hvort hann hefur kvænst af ást á konunni eða honum hefur dolt- ið þetta í hug í svipinn og strax framkvæmt hugsun sína. — En það er rétt athugað hjá hon- um að hann er ekki eins og aðrir menn. Að mínu áliti er hann svo stórbrotinn, að hann V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.