Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 18
14 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. gat eg ávalt aðgreint hans hljóð frá allra hinna.« Regar gestirnir voru farnir gekk Elísabet strax til herbergja sinna. Hún var í hugaræs- ing og það lá illa á henni og hana langaði til þess að vera eina. Pegar hún var nýkomin inn, var barið að dyrum hjá henni. Hún kall- aði hálf ergileg : »kom inn,« og stakk þá Mar- grét höfðinu inn í gættina. »Trufla eg þig?« sagði hún, »og þótt eg gerði það, kæmi eg samt. Eg verð að tala við þig í kvöld, Elísabet, þú ætlar þó ekki að giftast landráðinu?« »Fyrirgefðu,« sagði Elísabet og Iokaði dyr- unum. »Eg held það sé bezt við setjum okk- ur meðan við tölum um þetta. En segðu mér hversvegna þú ert því mótfallin, að eg giftist honum, ef mig langar til þess?«, (Framh.) Ú R FJÖTRUNUM. Eftir J. B. Það er böl, sem allan aldur andann dýpst til sjálfs sín leiðir. Einar Benediktsson. I. Morgun einn í miðjum september fór frú Hólmfríður venju fremur snemma á fætur. Stóð svo á því, að sonur hennar ætlaði að leggja af stað í mentaskólann árla þennan dag. Átti hún eftír að búa um ýmislegt af klæðnaði hans og fleira, sem hún vildi Ijúka af sem fyrst, svo ekki stæði á því. Regar hún var búin að ganga frá þessu eins og henni líkaði bezt, settist hún inn í herbergi sitt og byrjaði á bréfi, sem hún æll- aði að senda suður með syni sínum. Bréfið var á þessa leið : »Góða, gamla vinkona! Pá er nú komið að þeirri stund í lífi mínu, sem eg hef heitast og mest þráð, og vakandi og sofandi barist fyrir: að geta sett drenginn minn lil menta. Pér er kunnugt af hverju þessi brennandi löngun mín stafar, að það er síðasta bæn mannsins míns sálaða. Henni hefi eg helgað alla lífs og sálar krafta að þessari stundu. Rú veist, Rórdís, að eg hef aldrei verið hraust manneskja, og batnaði það ekki við dauða mannsins míns. En þessi löngun mín og ákvörðun hefur haldið mér uppi, blásið mér í brjóst einhverjum lífskrafti og þreki. Og eg er sannfærð um það, að ef eg hefði ekki átt þessa eldheitu þrá, þessa sístarfandi löngun, þá væri eg búin að gista í gröf nú í mörg ár. Hún hefur borið mig á lífsvængjum yfir allar þær þautir, líkamlegar og andlegar, sem eg hef átt við að stríða öll þessi ár, og altaf veitl mér nýtt þrek og nýtt þor til þess að halda í áttina. Og það finn eg á mér, að ef eg ætti eftir að lifa það, að sjá þessu starfi mínu unnið ógagn, og alt þetta verk mitt, sem mér hefur verið svo heilagt og kært, hrynja til grunna, þá mundi þessi veiki lífsþráður slitna. Sumir kunna ef til vill að segja, að eg taki mér þetta of nærri, því ekki sé eg búinn að tryggia syni mínum eilífa sælu, þó eg geti sent hann í skóla; og fleiri vegir séu til að gera hann að nýtum manni en skólaganga. Margur maðurinn hafi orðið landi og þjóð til gagns, þó hann hafi aldrei komið í skóla. Rað veit eg er satt. En hitt dylst mér ekki, að sá stend- ur betur að vígi í lífsbaráttunni til þess að lyfta sjálfum sér og öðrum til vegs og gengis, sem bergt hefur á bikar þekkingar og lífsreynslu en hinn, sem altaf hefur mátt hungra og þyrsta. En mér er það mikilvægast, að eg hef sett mér þetta mark og mið, og þeir þekkja ekki von-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.