Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 32
28
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
rétt að bragða á þeirri »aðfallsunn af afli hests-
ins og göfugu Iund.« sem skáldið talar um.
En þegar hann var búinn að fara þennan sprett-
inn, langaði hann til að fara þann næsta. Hon-
um hafði heldur aldrei fundist klárinn fara á öðr-
um eins kostum eins og nú, og aldrei hafa ver-
ið eins ólmur. Honum fanst það synd að lofa
honum ekki að hlaupa úr sér mesta gáskann.
Um leið og hann reið í hlaðið kom Rórð-
ur út. Hermanni sýndist hann óvenjulega dauf-
ur og fálátur. Hann gaf sig þó ekki frekar að
því, en bað hann fyrir hestinn og gekk inn.
Vinnukonan mætti honum í ganginum, honum
sýndist hún hafa grátið.
Hermann lauk upp herbergi móður sinnar,
en stöðvaðist á þrepskildinum eins og leiftri
hefði slegið niður fyrir framan hann, og við
honum blasti sú sjón, sem honum fanst stöðva
blóðið í æðunum.
Móðir hans lá köld og' dauð í rúminu.
Hermann sóð á þrepskildinum fáein augna-
blik, meðan þessi voðalegi sannleikur var að
renna upp fyrir honum. Svo sentist hann að
rúminu, kastaði sér niður við hvílustokkinn og
hrópaði í ósegjanlegum örvæntingarróm:
»Guð almáttugur! Eg hefi drepið hana
mömmu!«
Svo byrgði hann andlitið í höndum sér og
brast í grát. En það var ekki líkt neinum
gráti. Pað var angistaróp iðrandi hjarta, sem
hrópaði á vægð og náð, það var brimfall sorg-
arinnar í sínu mesta og ægilegasta veldi. Það
var engu líkara en að gráturinn ætlaði að
sprengja brjóstið eða kæfa hann.
Eftir nokkra stund hægði þennan ofsagrát.
Hermann leit upp úr sænginni, sem hann
hafði grúft sig ofan í og tók í nákalda og
stirðnaða hönd móður sinnar. Hann Iyfti sveita
dúknum ofan af ásjónunní og horfði á þetla
föla og tígulega andlit, sem friður dauðansgaf
énn þá meiri ró og blíðu.
Hermann lagði tárvota kinnina við helkald-
an vanga móður sinnar og sagði undur lágt:
»Mamma! Elsku mamma mín !« Svo fékk
hann gráthviðu að nýju.
Það var komið langt fram á kvöld, þegar
hann gat slitið sig frá líkinu.
Hann var fyrir löngu hættur að gráta. Hann
sat á rekkjustoknum og horfði í sífellu á móð-
ur sína. Hann gat ekki hugsað, alt var sam-
hengislaust og slitið sundur, líkt og öll hugs-
un hefði raskast úr skorðum við þetta áfall.
Pað eitt vissi hann, að hann og enginn annar
var örsök í dauða móður sinnar, og honum
fanst sú vissa ætla að kremja hann undir sér,
svo heljarþungt Iagðist hún á hann.
Allir voru fyrir löngu gengnir til hvíldar í
húsinu þegar hann kom upp í herbergi sitt.
Hann settist út við gluggann og starði út
í bjarta og hljóða sumarnóttina.
Hermann var einn af þeim mönnum, sem
gráta sorg sína út í einu, og geta svo rólegir
og stiltir yfirvegað það, sem að höndum hefur
borið.
Nú fyrst sá hann, hve undurheitt og djúpt
móðir hans hafði unnað honum, og hve óum-
ræðilega margt og mikið hún hafði lagt á sig
til þess að gera hann að þeim manni, sem
hún áleit að mundi verða sjálfum honum og
öðrum að sem mestu gagni. Ög um leið sá
hann, hve fádæma þungt og sárt það hafði
hlotið að, vera fyrir hana, að sjá hann fjarlæg-
ast altaf meir og meir það réttasta og bezla,
sem hún hafði lagt honum á hjarta.
Hann sá í huganum og lifði upp aftur þær
nautnir, sem hann hafði dýrkað eins og Guð
og legið flatur fyrir. Og liann fékk viðbjóð
og hatur á hverri einustu minningu, hverju
einasta smáatviki, sem rifjaðist upp fyrir hcn-
um frá skólaveru hans.
Hann mintist heimkomu sinnar.
Nú fann hann til fulls hve lítilsvirði honum
hefði fundist það að koma heim. Nú sveið
honum, hve kaldur og kærulaus hann hafði
verið, þegar móðurfaðmurinn opnaðist fyrir
honum, sem langt um fremur hefði átt það
skilið að útskúfast. Og Gulur! Þessi gamli
tryggðavinur hans, sem saklaus og auðmjúkur
ætlaði að fagna honum og bjóða hann vel-
kominn, honum liafði hann sparkað frá sér